is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31310

Titill: 
  • Áhrif #metoo á vinnustaðamenningu á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar greinar er að kanna áhrif #metoo umræðunnar á vinnustaðamenningu á Íslandi. Gerð var megindleg rannsókn meðal stjórnenda mannauðsmála hjá 100 stærstu vinnustöðum á Íslandi. Meðal annars var spurt um áherslu á vinnustaðamenningu og jafnréttismál, fræðslumál og aðgerðir innan vinnustaða í kjölfar #metoo umræðunnar. Einnig var spurt hvort til væri forvarnaráætlun, viðbragðsáætlun og formlegur farvegur ef upp koma kvartanir, ábendingar eða rökstuddur grunur tengdur kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum. Í greininni er farið yfir sögu #metoo, hvernig umræðan fór af stað í Bandaríkjunum og hvernig hún birtist á Íslandi. Lykilhugtök eins og kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni/ofbeldi og vinnustaðamenning eru skilgreind. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að stjórnendur mannauðsmála á 81% stærstu vinnustaða landsins telja #metoo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn hvað varðar menningu og samskipti. Einnig kemur fram að á 67% vinnustaðanna hafa samskipti breyst til hins betra í kjölfar #metoo umræðunnar. Á 83% stærstu vinnustaða á Íslandi er lögð mikil áhersla á vinnustaðamenningu og á 89% vinnustaðanna er lögð mikil áhersla á jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir lögboðna skyldu um greiningu á áhættuþáttum eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustaðnum hafa 41% af stærstu vinnustöðum landsins ekki unnið þá vinnu. Ennfremur er jafnlaunastefna ekki til staðar á 44% stærstu vinnustaða landsins. Stjórnendur mannauðsmála 100 stærstu vinnustaða landsins telja í 56% tilfella mikla þörf vera fyrir fræðslu fyrir stjórnendur á þeirra vinnustað varðandi einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ahrif #metoo a vinnustadamenningu á Islandi.pdf640.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Beiðni um lokun_Halla María Ólafsdóttir.pdf376 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna