is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3133

Titill: 
 • Eitt hjarta - eitt líf : hver er ávinningur einstaklinga með kransæðasjúkdóm af eftirfylgd hjúkrunarfræðinga á göngudeild hjartasjúklinga, lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknarspurning: Hver er ávinningur einstaklinga með kransæðasjúkdóm af eftirfylgd hjúkrunarfræðinga á göngudeild hjartasjúklinga, lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri?
  Tilgangur: Að meta hvernig kransæðasjúklingum göngudeildarinnar gekk að aðlagast nauðsynlegum lífsstílsbreytingum og hver upplifun þeirra af eftirfylgdinni var.
  Bakgrunnur: Einstaklingar með kransæðasjúkdóma þurfa oft að gera miklar breytingar á lífsstíl sínum og getur markviss eftirfylgd hjálpað þeim við það.
  Þátttakendur: Þátttakendur voru átta karlmenn sem höfðu greinst með kransæðasjúkdóm á síðustu þremur til tólf mánuðum. Meðalaldur var 49 ár. Allir nema einn höfðu þekkta áhættu-þætti fyrir veikindin. Úrtakið var hentugleikaúrtak valið af hjúkrunarfræðing göngudeildar-innar.
  Rannsóknaraðferð: Eigindleg rannsókn, þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl. Tekið var eitt viðtal við hvern þátttakanda þar sem þeir lýstu reynslu sinni af eftirfylgdinni. Viðtölin voru hljóðrituð, rituð orðrétt upp og greind í þemu í leit að sameiginlegum niðurstöðum. Einnig var líkamsþyngd, mittismál og blóðþrýstingur mældur í upphafi eftirfylgdartímabils og á rannsóknartímabilinu.
  Helstu niðurstöður: Ánægja var með eftirfylgdina. Þátttakendum fannst fræðslan nýtast vel og að engu væri ofaukið en fannst skorta fræðslu um kynlíf og lyf. Þeim fannst sá stuðningur og aðhald sem þeir fengu í eftirfylgdinni vera lífsnauðsynlegur og höfðu allir áhyggjur af því hvernig þeim gengi að fóta sig eftir að eftirfylgdinni lyki. Meðferðarsamband við hjúkrunar-fræðinga fannst þeim gott en töldu flestir að nauðsynlegt væri að aðstandendur fengju líka stuðning og fræðslu. Allir höfðu aukið við sig hreyfingu og bætt mataræði að eigin sögn. Aðeins einn karlmaður reykti enn eftir áfallið. Allir nema einn voru komnir undir háþrýstings-mörk og búnir að ná æskilegum blóðfitugildum. Þrátt fyrir allar þessar breytingar höfðu þátttakendur ekki náð meðferðarmarkmiðum varðandi líkamsþyngd eða mittismál. Aðeins tveir karlmannanna tjáðu andlega vanlíðan í kjölfar veikindanna. Þó fannst rannsakendum kvíði og hræðsla undirliggjandi hjá þeim öllum. Fæstir voru búnir að ná fullri fyrri getu eftir veikindin. Allir töldu sig þó vera á réttri leið og að eftirfylgdin hefði hjálpað þeim mikið við að bæta lífsstíl sinn.
  Ályktun: Mikilvægt er að veita kransæðasjúklingum gott aðhald og stuðning. Eftirfylgd er því mikilvæg og getur hjálpað einstaklingum að ná bata. Rannsakendur telja fræðslu og stuðning við lífsstílsbreytingar vera stærstu þættina í eftirfylgdinni en einnig er mikilvægt að gefa kransæðasjúklingunum færi á að tjá líðan sína. Rannsakendur telja að þörf sé fyrir að eftir-fylgd standi í lengri tíma en ár og nauðsynlegt sé að hafa fræðslu í eftirfylgd einstaklings-miðaða.
  Lykilhugtök: Kransæðasjúkdómar, eftirfylgd, lífsstílsbreytingar, fræðsla.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 30.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eitt hjarta - Eitt líf - heild.pdf1.47 MBLokaðurVerkefnið í heildPDF
Eitt hjarta - Eitt líf - abstract.pdf10.41 kBOpinnAbstractPDFSkoða/Opna
Eitt hjarta - Eitt líf - efnisyfirlit.pdf82.12 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Eitt hjarta - Eitt líf - heimildaskrá.pdf106.65 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Eitt hjarta - Eitt líf - fylgiskjöl.pdf757.56 kBLokaðurFylgiskjölPDF