is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31330

Titill: 
  • Landsmót hestamanna 2014 : væntingar og upplifun innlendra og erlendra gesta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi meistaraprófsritgerð byggir á rannsókn sem gerð var eftir Landsmót hestamanna á Hellu (Gaddstaðaflötum) árið 2014. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi þau ár sem mótið er haldið og þá hefur hestatengd ferðamennska einnig vaxið með árunum. Gengið var út frá rannsóknarspurningum sem snéru að væntingum gesta og upplifun þeirra af því að sækja Landsmót heim. Notast var við megindlega aðferðarfræði. Spurningalisti var sendur til innlendra sem og erlendra gesta og gagna þannig aflað. Tilgangur rannsóknarinnar var að ná fram upplýsingum um ánægju gesta með skipulag og framkvæmd mótsins. Upplýsingarnar sem hér koma fram geta reynst dýrmætar fyrir framtíðarskipulag mótsins, sem og markaðssetningar á íslenska hestinum erlendis en fjöldi erlendra gesta sækir að jafnaði mótið heim. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að gestir eru í stórum dráttum ánægðir með grunnskipulag mótsins og vilja ekki miklar breytingar hvað það varðar. Staðarval Landsmóts og lengd mótsins eru helst þeir þættir sem gestir nefna að taka þurfi til endurskoðunar. Erlendir gestir nefna þó síður staðarval. Veður lék mótsgesti grátt á Landsmótinu á Hellu 2014 og því eru athugasemdir sem snúa að veðrinu einnig algengar. Í kjölfar rannsóknarinnar sem hér er kynnt var gerð rannsókn á Landsmóti hestamanna 2016 og byggir sú rannsókn að hluta á spurningalista þessarar rannsóknar.

  • Útdráttur er á ensku

    This master thesis is based on a study conducted following Landsmót (The national championship of the Icelandic horse) in Hella Iceland 2014. Landsmót is one of the biggest sport events held in Iceland. In recent years horse-based tourism has become more popular in Iceland. In this thesis the main focus was on guests’ expectations and experiences at Landsmót. A questionnaire was sent out to a population of guests of Landsmót and a data base was established. The purpose of this research was to gain information about guest satisfaction, expectations and experiences regarding planning and execution of the event. The information gathered will be a valuable resource for future planning of the event as well as helping with marketing of the Icelandic horse abroad but a large number of foreign guests attend each Landsmót. Quantitative research method was used by sending out a questionnaire to guests of Landsmót. The findings indicate that guests are quite happy with the basic structure of Landsmót and do not call for big changes in that regard. The location of Landsmót and the length of the event are issues that guests bring up as things that need to be reconsidered. The foreign guests are however less likely than Icelanders to mention the location of Landsmót as an issue. The weather at Landsmót 2014 was quite bad and therefore there are many comments referring to the weather.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ALP_rit.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna