is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31332

Titill: 
 • Reykjanes jarðvangur : samfélagslegur ávinningur íbúa af Reykjanes jarðvangi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Náttúruferðamennska byggist á því að upplifa hið náttúrulega umhverfi og er aðalaðdráttarafl ferðamanna að tengjast náttúrunni. Ferðaþjónusta felst í meginatriðum í samblöndu upplifunar náttúru og varðvörslu hennar (Newsome, 2002). Ekki er nóg að náttúrufegurðin sé einstök heldur þarf að vera gott aðgengi og fagþekking þeirra sem að náttúruferðaþjónustu koma.
  Global UNESCO jarðvangar eiga það sameiginlegt að vera landfræðilegt svæði með jarðfræðilega mikilvægu landslagi þar sem sjálfbærri þróun, verndun og fræðslu er stýrt með heildstæðri stefnu. Íbúar Reykjaness jarðvangs voru viðfangsefni okkar í þessari ritgerð þar sem skoðað var hver sé samfélagslegur ávinningur þeirra á því að búa innan Reykjanes UNESCO jarðvangs ásamt því hvert sé viðhorf íbúa til ferðamála. Til þess að svara því var lögð fram spurningakönnun með hentugleikaúrtaki á veraldarvefnum fyrir íbúa Reykjaness og tekin stutt viðtöl við verkefnastjóra Reykjaness jarðvangs og verkefnastjóra ferðamála í Reykjanesbæ. Helstu niðurstöður voru þær að viðhorf þátttakenda í spurningakönnun íbúa Reykjaness innan UNESCO jarðvangs voru fremur jákvæð gagnvart ferðamönnum og uppbyggingu ferðamála á Reykjanesi en töldu mikla þörf á því að fá landverði. Samfélagslegur ávinningur íbúa Reykjaness UNESCO jarðvangs er m.a. í formi fræðslu, umhverfisvernd, sjálfbærri nýtingu auðlinda og afþreyingu á svæðinu.
  Lykilorð: íbúar, Reykjanes jarðvangur, samfélagslegur ávinningur, náttúruferðamennska, UNESCO

 • Útdráttur er á ensku

  Tourism is essentially a combination of nature experiences and its conservation. It is not enough to have the beauty of nature, it must also be accessible and a knowledge must be amongst the guides that show it to others. All Global UNESCO geoparks share the fact that they are geographical areas where sustainable development, conservation and education is integrated. The residents of Reykjanes Geopark were the subjects of the research. In the paper, research was conducted on what social gain Reykjanes UNESCO receive from the Geopark and what the community’s views are on tourism. To reach the conclusion, researchers asked subjects of convenience to answer a questionnaire that was submitted on a site for the residents of Reykjanes. In addition, researchers conducted an interview with the project manager of Reykjanes Geopark and the project manager of tourism in Reykjanesbær. The main conclusions were that the subjects that answered the questionnaire had a positive outlook on tourist and the tourism in Reykjanes, but believed that there is a need for park rangers in the area. The social benefits of residents in Reykjanes Geopark is in the form of education, environmental protection, sustainable use of resources and leisure activities in the area.
  Key words: residents, Reykjanes geoparks, social benefits, nature tourism, UNESCO

Samþykkt: 
 • 18.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reykjanes_jardvangur_Aldis_og_Sonja.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna