Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31336
Markmið þessa verkefnis er að skoða hversu mikilvægt það er að auka öryggi erlendra ferðamanna á vegum Íslands og hvaða leiðir gætu verið vænlegastar til árangurs. Til þess að upplifun ferðamanna af Íslandi sé sem best þarf ferðamönnum að finnast þeir öruggir á sínum ferðalögum. Mikil aukning hefur orðið í umferðarslysum erlendra ferðamanna undanfarin ár og því fylgir töluverður kostnaður í viðbót við tilfinningalega tjónið sem fólk upplifir í tengslum við slys. Þrátt fyrir að nokkur vitundarvakning hafi orðið meðal Íslendinga seinustu árin varðandi öryggi í umferðinni þarf að gera enn betur og átta sig á hvernig við getum undirbúið okkar erlendu gesti sem hingað koma undir það óvænta sem oft leynist við akstur um landið.
Nokkuð er til af gögnum og rannsóknum sem hafa verið unnin af fagaðilum hérlendis og erlendis og voru slík fyrirliggjandi gögn greind við gerð þessa verkefnis.
Helstu niðurstöður voru m.a. að mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að halda umferðarmannvirkjum okkar í mun betra ástandi ef við ætlum að halda landinu okkar á kortinu sem ferðamannaland. Auk þess þarf að gera átak í að bæta aðgengi erlendra ferðamanna að upplýsingum um umferðarmenningu og akstursskilyrði á íslenskum vegum.
Lykilorð: Umferðarmannvirki, erlendir ferðamenn, umferðarslys, upplýsingagjöf, öryggi.
The main focus in this paper is on the importance of increasing the safety of foreign tourists driving on Icelandic roads and what methods can lead to the most success. To maximize the quality of the experience of tourists in Iceland they have to feel secure during their travel. Parallel with a higher number of incoming visitors in the past years the number of road accidents has increased immensely which has increased the cost as well as the emotional damage related to accidents. Despite a rising awareness of the Icelandic nation towards road security there is still a lot of work to be done to prepare foreign tourists for the many surprises they can encounter while driving around the country.
A number of research data published by professionals worldwide and in Iceland was analysed during the making of this study.
The main conclusions were for e.g. that it is important for Icelanders to keep their road infrastructure in a better state if it is their goal to keep Iceland on the map as an attractive tourist destination. They also need to improve foreign tourists‘ access to information about Icelandic driving culture and driving conditions.
Keywords: Road infrastructure, foreign tourists, road accidents, information, safety.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA verkefni - Hilmar Örn Kjartansson..pdf | 1,68 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |