is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3134

Titill: 
  • Að fá stóma er hrein lífsgjöf : lífsgæði einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna lífsgæði fólks sem fengið hafði stóma vegna bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Einnig að kanna stuðning og fræðslu sem veittur var og hvernig aðlögun að stómanu hefði gengið. Rannsóknaraðferðin sem notast var við var eigindleg. Þátttakendur voru fimm einstaklingar á aldrinum 24-34 ára, einn karl og fjórar konur. Þeir höfðu verið með bólgusjúkdóma í meltingarvegi og voru 12 mánuðir eða meira liðnir frá því að þeir fengu stóma. Rannsóknargagna var aflað með hálf stöðluðum viðtölum (semi structured interviews). Við greiningu gagna var notuð Grunduð kenning (Grounded Theory). Við gagnagreiningu komu fram þrjú meginþemu sem þátttakendur áttu sameiginlega. Þessir þættir voru: Að fá stóma í kjölfar bólgusjúkdóma í meltingarvegi; Stuðningur og fræðsla til stómaþega; Aðlögun. Hvert þema samanstóð af 2-4 undirþemum. Síðasta skref gagnagreiningar var að finna sameiginlegt yfirþema sem væri lýsandi fyrir upplifun flestra þátttakenda og sem endurspeglaði öll þemun, það var: Að fá stóma er hrein lífsgjöf: Lífsgæði einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að miklu leiti í samræmi við fyrri rannsóknir á efninu en fram kom að þátttakendur upplifðu erfiðleika við að takast á við stómað í byrjun meðal annars í tengslum við breytta sjálfsmynd. Þátttakendur náðu þó góðri aðlögun og sátt við stómað og voru almennt sáttir við þá fræðslu og stuðning sem þeir fengu frá fagfólki, þó fram hafi komið nokkur atriði sem hefðu mátt fara betur svo sem að fá skriflegar upplýsingar og að stuðningsteymi sérfræðinga væri ávallt til staðar. Einnig kom fram að þátttakendum var mjög létt eftir að þeir fengu stóma og lífsgæði þeirra voru mun betri er þeir voru lausir úr viðjum verkja, vanlíðunar og félagslegrar skerðingar sem fylgdi sjúkdómi þeirra.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2010
Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að fá stóma er hrein lífsgjöf.f_fixed.pdf923.52 kBOpinnAð fá stóma er hrein lífsgjöf: Lífsgæði einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi -heildPDFSkoða/Opna