Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31341
Stefnubreyting þarf að eiga sér stað þá í því sem snýr að skipulagi fyrirtækja með það fyrir augum til að takast á við gerbreytt umhverfi með tilkomu stafrænnar tækni. Agile-verkefnastjórnun getur reynst notadrjúgt tól til að takast á slíkar breytingarnar; við innleiðingu á hugbúnaðarlausnum sem tengjast stafrænum breytingum. Verkefnadrifin fyrirtæki geta sett upp verkefnastofur til stuðnings vöruþróunarverkefni sem fyrirhugað er að framkvæma.
Árið 2016 hóf Arion banki opinberlega sína stafrænu vegferð með sérstakri deild tileinkaðri stafrænum breytingum sem heitir Stafræn framtíð. Stafsemi deildarinnar byggist á aðferðafræði Lean Startup sem er í raun vöruþróunarferli sem hannað er til að núverandi viðskiptaferlar fái nýja stafræna mynd þar sem viðskiptavinur bankans er í brennidepli á öllum stigum vöruþróunarferilsins. Tímaramminn á vöruþróunarferlinu hjá Stafrænni framtíð er fastur; 16 vikur. Í hverju verkefnateymi eru 16 til 18 einstaklingar sem koma frá hinum ýmsu deildum í bankanum sjálfum og einnig sem utanaðkomandi verktakar. Allir meðlimir teymisins flytja tímabundið frá sinni starfstöðu og í höfuðstöðvar Stafrænnar framtíðar og vinna þar saman út líftíma verkefnisins. Verkefnastjóri sér um að leiða teymið að þeim markmiðum sem ætlast er að ná. Verkefnateymið skiptist í tvö undirteymi sem hvert hefur sinn liðsstjóra, Change Agent leiðir viðskiptateymið og ScrumMaster leiðir upplýsingatækniteymi. Hvert verkefni sem fer í gegnum vöruþróunarferlið er því hægt að hugsa sem einstakt frumkvöðlafyrirtæki þar sem hugmyndir eru þróaðar og að 16 viknum loknum er útkoman fullmótuð afurð tilbúin til notkunar. Í verkefni þessu verður farið yfir reynslu Arion Banka á ferlinu sjálfu og rýnt í styrkleika og áskoranir sem því fylgir.