is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31342

Titill: 
  • ,,Þetta kerfi er bara mannanna verk" : tækifæri til samþættingar þjónustu grunnskóla, heilsugæslustöðva og þjónustumiðstöðva við börn og unglinga með geðheilbrigðisvanda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sé sjónum beint að börnum og unglingum með geðheilbrigðisvanda hafa fagaðilar og foreldrar löngum kallað eftir skýrari ábyrgðar- og verkaskiptingu milli ólíkra þjónustuaðila í geðheilbrigðiskerfinu og óskað eftir nánari samþættingu og samfellu í þjónustu við þennan hóp. Í þessari rannsókn var leitast við að skoða hvort þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, heilsugæslustöðvarnar og skólarnir í hverfinu geti starfað betur saman í þágu barna og unglinga. Stuðst var við eigindlega aðferðarfræði þar sem tekin voru viðtöl við starfsfólk þessara stofnana í hverfunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur töldu helsta samstarfið vera í gegnum fjölskylduteymi heilsugæslunnar og nemendaverndarráðsfundi skólanna. Fram kom að sameiginlegt markmið allra samstarfsaðilanna var að auka vellíðan þeirra barna, unglinga og fjölskyldna sem þurfa á þjónustunni að halda. Viðmælendur töldu ólík hugmyndafræði þessara stofnana ekki vera hindrun til frekara samráðs. Biðlistar og „stíflur“ í kerfinu stæði hins vegar í vegi fyrir nánara samstarfi. Vinna þarf áfram í því að finna skilvirka og hentuga leið til samstarfs, í gegnum fjölskylduteymin, sameiginleg úrræði og önnur samstarfsverkefni. Finna þarf leiðir til að halda utan um sameiginlega málaskrá, með aðgangsstýringum, til þess að halda betur utan um árangur hvers máls fyrir sig. Flestir töldu framtíðarsýnina liggja í samstarfslíkaninu ,,Familiens hus“, eða Fjölskylduhús, sem starfað er eftir í sveitarfélögum í Noregi. Í fjölskylduhúsi er heilsugæslan- félags- og skólaþjónustan starfrækt undir sama þaki. Markmið Fjölskylduhússins er því að tryggja samfellda og heildstæða félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Allir þátttakendurnir höfðu mikinn áhuga á að auka samstarf þjónustumiðstöðvar, heilsugæslu og skóla enn frekar. Því virðast forsendur vera fyrir áframhaldandi þróun á samsstarfi milli þessarar stofnana.

Samþykkt: 
  • 19.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM lokaverkefni Hulda Björk.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna