is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31343

Titill: 
 • Mat á talgreiningu fullorðinna kuðungsígræðsluþega: Þróun íslenskra matslista
 • Titill er á ensku Speech perception of adults with cochlear implant: Development of assessment in Icelandic
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á Íslandi fer hópur fullorðinna kuðungsígræðsluþega stöðugt stækkandi. Eitt af því sem ígræðsluþegar binda hvað mestar vonir við er að greina og skilja talað mál. Fyrir ígræðslu er talgreining þeirra metin með þar til gerðum prófalistum og að ígræðslu lokinni hefst endurhæfingarferli þar sem um endurteknar prófanir er að ræða á sambærilegum listum. Það próf sem nú er notað til talgreiningar á Íslandi er komið vel til ára sinna auk þess sem hluti þess er ekki staðlaður. Með betri tækni hefur færni til talgreiningar aukist og hafa því talgreiningapróf víða erlendis verið endurskoðuð og uppfærð. Í ljósi þess var talið tímabært að þróa nýja talgreiningalista fyrir íslenska fullorðna kuðungsígræðsluþega og var tilgangur þessa verkefnis að búa til slíka lista.
  Ákveðið var að listarnir yrðu unnir út frá erlendri fyrirmynd þar sem reynsla og rannsóknir lágu að baki. Þeir listar nefnast Minimum Speech Test Battery (MSTB) og hefur sérstaklega verið mælt með þeim listum í Bandaríkjunum jafnt í klínískum tilgangi og við rannsóknir. Um er að ræða bæði orða- og setningalista en ekki var hægt að þýða listana beint þar sem þeir þurfa að byggja á íslensku hljóð- og málkerfi. Því voru búnar til formúlur fyrir uppbyggingu orða- og setningalista sem unnar voru út frá hljóðkerfis- og setningafræðilegum þáttum. Auk þess voru bæði fengnir sérfræðingar og óháðir aðilar til að meta eðlileika setninga. Þegar listarnir voru tilbúnir voru þeir teknir upp þar sem helmingur hvers lista var lesinn upp af konu og hinn helmingurinn af karli.
  Við þróun talgeiningalista þarf sérstaklega að huga að því að erfiðleikastig allra lista sé það sama, þ.e. listarnir þurfa að vera jafngildir. Jafngildi lista var rannsakað með forprófun á tíu fullheyrandi einstaklingum en tilgangur forprófunar var einnig að varpa ljósi á og greina þau atriði sem helst væru rangt skynjuð. Niðurstöður forprófunar sýndu ekki marktækan mun, hvorki á orða- né setningalistum, sem bendir til að um jafngilda lista sé að ræða. Þrátt fyrir að talgreiningarskor beggja lista hafi verið afar svipað kom í ljós að skor setningalista var marktækt hærra en orðalista og er það í takt við erlendar niðurstöður. Þegar horft er til orðalistanna áttu þátttakendur einna helst í erfiðleikum með að greina á milli málhljóða sem höfðu sama myndunarhátt og þá sérstaklega á milli f og þ. Einna erfiðast var að greina orðleysur og málhljóð í framstöðu. Í setningalistum komu helst fram villur þar sem setningafræðileg uppbygging var í flóknara lagi en þær setningar sem oftast voru rangt greindar höfðu einnig verið metnar síður eðlilegar í mati óháðra aðila. Áframhaldandi rannsókna er þörf í átt til stöðlunar en vonir standa til að með nýjum íslenskum talgreiningalistum verði hægt að bera saman íslenska og bandaríska kuðungsígræðsluþega, bæði þegar kemur að klínískri vinnu og rannsóknum.

 • Útdráttur er á ensku

  The number of adult cochlear implant (CI) users in Iceland has gradually increased over the past few years. One of the aims with the implants is for CI users to acquire good speech perception/discrimination which is measured with specific tests before implantation and then repeatedly in the aural rehabilitaion process. The current test used in Iceland was developed fifty years ago and has not yet been standardized. Advances in cochlear implant technology have boosted speech recognintion over the past two decades. As a result, test materials in countries around the world have been reviewed and upgraded accordingly. The purpose of this thesis was to develop such test materials for Icelandic-speaking cochlear implant users.
  Not many test lists, that could serve as a model or a prototype for the Icelandic test, are easily available in other languages. In the United States, recommendations have been made for the so called Minimum Speech Test Battery (MSTB), both for clinical purposes and as background for more detailed studies. MSTB includes both word and sentence lists for testing cochlear implant users. It is quite inappropriate to translate these lists to Icelandic because of the difference between the two languages in terms of phonetics, phonology, morphology, semantics and syntax. A set of parameters was therefore used to select each stimulus, taking into consideration the need for the stimuli to reflect the Icelandic language and culture. In terms of syntactic structure, the naturalness of the sentences was examined both by specialists (linguists) and independent participants (typical language users). Finally, half of each list was recorded in a female voice and the other half was recorded in a male voice.
  When developing speech perception/discrimination lists, the equivalency between lists is crucial. To evaluate such equivalency, a pilot study was conducted with 10 normal hearing participants. The aim of the pilot study was also to find which speech sounds or sentences were possibly hard to perceive. The lists were then analyzed accordingly. Results of the pilot study showed that there were no significant differences in subjects scores, neither in word nor sentence lists, suggesting that the lists are equivalent, given the small sample of participants. Even though the list scores for words and sentences were almost identical, the scores of the two separate lists were significantly different, which is in accordance with previous research in other languages. In the word lists, most of the mismatches were between phonemes with the same manner of articulation, specifically the fricatives /f/ and /θ/. Most of the overall mismatches occurred in nonsense words. Furthermore, word-initial consonants had a higher proportion of mismatches than did final consonants. In the sentence lists, most of the errors made were in sentences with relatively complex stucture. The sentences with the highest proportion of errors were also rated as less natural by indepentent judges.
  Further research is needed before standardization of the test can be carried out. When the test has been finalized, it will be possible to compare speech perception/discrimination results of both Icelandic and American cochlear implant users, in clinical and research settings alike.

Samþykkt: 
 • 19.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á talgreiningu fullorðinna kuðungsígræðsluþega.pdf728.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf25.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF