is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31345

Titill: 
  • Öryggi í iðrum jarðar - Úttekt á gerð áhættumats og öryggisáætlana í ferðamannahellum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ferðamönnum hefur farið hratt fjölgandi á síðustu tíu árum á Íslandi og í dag er Ísland einn af vinsælustu áfangastöðum heims meðal ferðamanna. Ósnortin náttúran er mesta aðdráttaraflið og ferðir sem leiða fólk undir yfirborð jarðar verða sífellt vinsælli. Ísland er eldfjallaeyja og því er mikilvægt að ferðaskipuleggjendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni hvað varðar öryggi ferðamanna á áfangastöðum þar sem lítið má út af bregða til að smáóhapp vindi upp á sig og verði að stórslysi. Skortur á löggjöf er eitt stærsta vandamálið sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þar sem framkvæmd öryggismála er komin undir metnaði hvers fyrirtækis. Þetta býður hættunni heim og því var ákveðið að skoða hver staða öryggismála væri hjá þeim fyrirtækjum sem hafa einkaafnot af hendi landeigenda til að vera með rekstur og stýrðan aðgang að hellum. Fimm fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni sem fór fram með hálfopnum viðtölum og vettvangsheimsóknum. Niðurstöður gefa til kynna að þrátt fyrir að fyrirtækin séu að sinna sínu öryggishlutverki vel og séu með virkar öryggisáætlanir þá er þörf á gæðakerfi sem fyrirtækin geta aðlagað starfsemi sinni. Hugsanlega mætti þó nýta gæðakerfi Vakans betur en það þyrfti að einfalda svo auðveldara væri að laga það að mismunandi starfsemi skipuleggjenda dagsferða. Þá er skortur á eftirfylgni augljós galli á gæðakerfinu og því mikilvægt að löggjafinn skerpi á reglum og samþykki löggjöf sem skýrir kröfur til ferðaskipuleggjenda um öryggi ferðamanna á áfangastöðum og veiti aukið fjármagn til Ferðamálastofu til eftirfylgni útgefinna vottana.

  • Útdráttur er á ensku

    The number of tourists visiting Iceland has been increasing rapidly for the last ten years and today, Iceland is one of the world’s most popular tourist destination. The unspoiled nature is the main attraction and tours that lead people beneath the surface of the earth are growing in popularity. Iceland is a volcanic island and therefore it’s important for travel planners to realise their responsibility regarding the safety of tourists on site where small incidents can quickly escalate into major catastrophes. The lack of legislation is one of the biggest problem the travel industry faces since handling of safety issues depend solely upon each company’s vision and ambition. As this can be dangerous it was decided to study the safety management of the companies offering caving tours and operate their own caves. Five companies participated in the research which was carried out by half open interviews, on-site visits and gathering of data. The results suggest that despite the companies ambition towards safety management there is a clear need for a quality system that can easily be adjusted to different kind of recreational travel companies. Vakinn, quality system, might be a good choice but it would require some simplification for it to be a realistic option to various operations of day-trip organisers. An obvious disadvantage of the system is the lack of review after following implementation. Therefore, it’s important that the authorities enforce legislation that states clear safety requirements for the travel organisers safety management of trips and on-site visits, and increase the budget for reviewing certifications of quality systems.

Samþykkt: 
  • 19.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
oryggi_i_idrum_jardar.pdf395.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna