is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31346

Titill: 
 • Er járnþríhyrningurinn að kæfa Agile? : ósamhæfni samninga um fast verð, umfang og tímaramma við Agile verkefnastjórnun í hugbúnaðarþróun
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samhengi: Hugbúnaðariðnaðurinn hefur að miklu leyti færst úr hefðbundnum línulegum verkefnissjórnunaraðferðum (e. Waterfall) yfir í Agile hugbúnaðarþróunaraðferðir sem hafa ýtt undir þróun hugbúnaðar með áherslu á raunverulegar þarfir viðskipavinarins. Agile byggir m.a. á aukinni þátttöku kaupandans, ítrunum og mörgum smávaxandi starfhæfum hugbúnaðarútgáfum byggðum á uppgötvunarferli gegn um allt verkefnið, í stað línulegrar framleiðslu á afurð byggðri á fyrirfram skilgreindum þörfum. Þessi yfirfærsla hefur ekki verið sársaukalaus og fjöldi verkefna mistakast enn og veltir þessi grein upp þeirri spurningu hvort sökin hvíli að miklu leiti á samningsformi byggðu á járnþríhyrning verkefnastjórnunarinnar, þ.e. föstu verði, umfangi og tíma. Spurt er hvort notkun fastra samninga standi vel heppnuðum Agile hugbúnaðarverkefnum fyrir þrifum og hvort fastir samningar og Agile séu einfaldlega ósamræmanleg.
  Aðferð: Rýni fyrri skrifa og rannsókna um efnið ásamt djúpviðtölum við íslenska hugbúnaðarframleiðendur, kaupendur og ráðgjafa.
  Niðurstöður: Agile er ráðandi verkefnisstjórnunaraðferð hugbúnaðargeirans í dag, þó hluti þeirra verkefna sem teljast Agile noti í raun blandaðar aðferðir. Þrátt fyrir uppruna sinn í hefðbundinni verkefnastjórnun eru fastir samningar enn algengasta samningaformið í hugbúnaðargeiranum og eiga þar enn vinninginn á samninga um tíma og efni sem virðast augljósari kostur fyrir Agile aðferðafræðina. Þrátt fyrir að verkefni undir föstum samningum misheppnist frekar en verkefni undir samningum um tíma og efni er fátt sem bendir til þess að fasti samningurinn sé sökudólgurinn, heldur sé líklegra að hægt sé að sakast við aðferðirnar sem notaðar eru til að uppfylla samninginn. Agile sé í flestum tilfellum mun líklegra til árangurs í hugbúnaðarverkefnum, en þó séu kringumstæður þar sem hefðbundin aðferðafræði hentar betur. Það að nýta ekki Agile aðferðir minnkar líkur á árangri hugbúnaðarverkefnis, sérstaklega ef aðferðum eins og sveigjanlegu umfangi, ítrunum, tíðum virkandi uppfærslum og náinni samvinnu við notendur er sleppt.
  Ályktun: Fátt ætti að standa í vegi fyrir vel heppnuðum Agile hugbúnaðarverkefnum undir föstum samningum svo lengi sem umfangi eru ekki settar of þröngar skorður á þann hátt að hægt sé að taka tillit til þarfabreytinga.

Samþykkt: 
 • 19.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er járnþríhyrningurinn að kæfa Agile - Kristján Karlsson - MPM2018.pdf514.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna