is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3135

Titill: 
 • Að spyrja er ekki bara að spyrja : forprófun spurningalista um upplifun kvenna af fæðingu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hver og ein barnsfæðing er einstök og því ekki hægt að segja til um fyrirfram hvernig hún verður. Fæðing er náttúrulegt ferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir. Konur upplifa tíma fæðingar á mismunandi hátt og erfitt er að skilgreina hvenær fæðing byrjar og hvenær hún endar. Margt getur haft áhrif á upplifun konunnar af fæðingu svo sem verkir og stuðningur. Tilgangur rannsóknarinnar var að forprófa hluta af spurningalistanum Barneign og heilsa. Spurningalistinn er einn af þremur spurningalistum sem er hluti af stærri rannsókn sem framkvæmd hefur verið á Norðurlöndunum og er forprófun rannsakenda liður í framkvæmd hennar hér á landi. Forprófunin fól í sér könnun á skilningi þátttakenda á helstu hugtökum ásamt orðalagi hluta af spurningum spurningalistans Barneign og heilsa.
  Sett var fram ein rannsóknarspurning:
  Skilur meirihluti þátttakenda meginhugtök spurningalistans Barneign og heilsa á sambærilegan hátt og svara þeir eins milli fyrri og seinni fyrirlagnar?
  Notast var við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð við forprófun á spurningalistanum. Megindlegi hluti rannsóknarinnar fólst í því að leggja spurningalistann tvisvar sinnum fyrir þátttakendur með tveggja vikna millibili og vinna úr niðurstöðum. Niðurstöðurnar voru settar í töflureikninn Excel og þannig bornar saman niðurstöður úr fyrri og seinni fyrirlögn spurningalistans. Eigindlegi hluti rannsóknarinnar fólst í því að tekin voru viðtöl við þátttakendur með hugrænni viðtalstækni og þannig kannaður skilningur þátttakenda á völdum spurningum spurningalistans. Þátttakendur voru átta konur af Suðurnesjum sem áttu börn yngri en þriggja mánaða og voru fædd á tímabilinu desember 2008 til janúar 2009. Þátttakendur skiptust í fjórar frumbyrjur og fjórar fjölbyrjur.
  Samkvæmt rannsóknarniðurstöðum virðast þátttakendur skilja spurningar spurningalistans en skilgreina þó einstök hugtök hans á mismunandi hátt og oft út frá eigin reynslu. Þátttakendur svara nánast eins milli fyrri og seinni fyrirlagnar. Matstækið reynist vera nokkuð réttmætt í sinni núverandi mynd en telja rannsakendur þó að það þurfi að ígrunda vel hvað er að baki hverrar spurningar.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 30.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni í heild.pdf1.14 MBLokaðurAð spyrja er ekki bara að spyrja: Forprófun spurningalista um upplifun kvenna af fæðingu - heildPDF
Efnisyfirlit.pdf16.21 kBOpinnAð spyrja er ekki bara að spyrja: Forprófun spurningalista um upplifun kvenna af fæðingu - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf25.38 kBOpinnAð spyrja er ekki bara að spyrja: Forprófun spurningalista um upplifun kvenna af fæðingu - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf13.31 kBOpinnAð spyrja er ekki bara að spyrja: Forprófun spurningalista um upplifun kvenna af fæðingu - útdrátturPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf82.66 kBOpinnAð spyrja er ekki bara að spyrja: Forprófun spurningalista um upplifun kvenna af fæðingu - forsíðaPDFSkoða/Opna