is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31350

Titill: 
  • Mæling róttækra breytinga innan framleiðslueiningar innan fyrirtækis : "Hver er þín upplifun?"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skoðuð voru áhrif róttækra breytinga á upplifun starfsfólks í framleiðsludeild sem flytja á úr landi. Notast var við matslista byggðan á afburðalíkani IPMA PEB sem lagður var fyrir starfsfólk framleiðsludeildar. Matslistinn samanstóð af 19 staðhæfingum sem snéru meðal annars að hversu vel upplýst starfsfólk taldi sig vera, hversu örugg þau upplifðu sig í starfi og hversu fagleg þau töldu stjórnendur vera við innleiðingu breytinga. Núverandi rannsókn var framkvæmd á meðan innleiðingarferlið var enn í gangi.
    Fyrri rannsóknir sýna að upplifun starfsfólks við róttækum breytingum getur annað hvort verið jákvæð eða neikvæð. Dæmi um jákvæða upplifun er vilji til breytinga (e.readiness to change) eða neikvæð upplifun svo sem sorg (e.5 stages of grief), varnarhættir sjálfsins (e.defence mechanism of the self) óvissa og önnur vanlíðan.
    Niðurstöður núverandi rannsóknar sýndi fram á að starfsfólk var almennt sammála um að það væri vel upplýst og það upplifði sig öruggt í starfi. Starfsfólk taldi sig vera í góðum samskiptum við stjórnendur og þeir staðið faglega að innleiðingu.
    Hafa skal í huga að upplifun gæti breyst eftir að innleiðingarferli er lokið, sem þessi matslisti metur ekki. Því þyrfti að fara í nánari rannsóknir eftir að innleiðingarferli er lokið til að skoða það nánar.

Samþykkt: 
  • 19.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM 2018 Oddsteinn.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna