is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31355

Titill: 
  • Er heimaþjálfun í lestri að skila mælanlegum árangri hjá nemendum? : rýni í lestrargreiningar, þjálfun og verkferla nemenda í 6. bekk grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Allir foreldrar vilja það besta fyrir börnin sín og kappkosta að þeim skorti sem minnst og líði sem best í lífinu. Verið getur að við séum ekki að einbeita okkur að réttu hlutunum þegar kemur að þörfum þeirra og væntingum í lífinu. Í þjóðfélaginu okkar eru háværar umræður um það hversu illa læst unga fólkið okkar er. Það hafa verið uppi umræður um að fella niður heimanám barna. Með þessari rannsókn ætlar rannsakandi að skoða mikilvægi heimaþjálfunar. Fengnar voru upplýsingar úr þremur grunnskólum og þær rýndar. Þetta voru niðurstöður úr Logoslesskimunum þar sem mældur er lestrarhraði og lesskilningur, ásamt lesfimikönnunum í sama árgangi. Nemendurnir eru fæddir árið 2006 og eru því í 6. bekk þegar lestrargreiningin er lögð fyrir. Niðurstöður úr þessum greiningum eru svo notaðar til að raða nemendum í hópa eftir getu þeirra í lestri og lesskilningi og markviss þjálfun fer af stað. Nemendur eru svo endurmetnir eftir um það bil sex vikna markvissa þjálfun sem fer fram heimafyrir undir styrkri leiðsögn og eftirfylgni kennara. Tekin voru viðtöl við forsvarsmenn skólanna og skoðað hvort að þeir væru allir að beita sömu aðferðum við heimaþjálfunina. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að ef markvissri lestrarþjálfun er fylgt eftir heima fyrir og í skóla skilar sú vinna miklum árangri hjá nemendunum. Einnig kom það í ljós að nemendur virðast tapa niður umtalsverðum lestrarhraða yfir sumartímann sem sýnir aftur hversu mikilvægt það er að halda þjálfuninni við allan ársins hring.

Samþykkt: 
  • 19.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er heimaþjálfun í lestri að skila mælanlegum árangri hjá nemendum.pdf450.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kápa tilbúin.pdf2.44 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna