is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31356

Titill: 
  • Netkall á hjálp : þarf að breyta þjálfunaraðferðum sjálfboðaliða í netspjalli RKÍ? : hafa viðmiðunarpunktar RKÍ eitthvað að segja þegar kemur að trausti í netspjalli?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rauði kross Íslands heldur úti starfsemi Hjálparsímans 1717 og netspjallsins og til þeirra geta allir leitað sem þurfa einhvern til að tala við. Ekki allir geta leitað til fjölskyldumeðlims eða vinar ef illa gengur í lífinu. Starfsmenn hjálparsímans líta svo á að ekkert vandamál sé of stórt eða of lítið til að takast á við og allir geta haft samband, hvenær sem er sólarhringsins.
    Í dag starfa um það bil 95 sjálfboðaliðar við svörun hjá hjálparsímanum og netspjalli RKÍ. Sjálfboðarnir sem ráðnir eru, fara í gegnum ákveðna þjálfun til að öðlast færni og fá verkfæri í hendur til að nota þegar skjólstæðingur hefur samband með hin ýmsu vandamál. Nauðsynlegt er að þjálfunin sé góð svo að sjálfboðaliðar séu vel undirbúnir. Ef þjálfuninni er ábótavant verður árangur samtala ekki viðunandi og getur í raun valdið meira skaða en gagni.
    Þjálfunin er mikilvæg, sjálfboðaliðar aðstoða fólk sem stendur illa og í einhverjum tilfellum gæti gripið til örþrifaráða. Því er eðlilegt að reynt verði að meta hvort þörf sé á breytingum og hvort þær aðferðir sem notaðar eru í dag séu traustvekjandi hjá þeim sem hafa samband. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvernig þjálfunni er háttað í dag og koma með mögulegar hugmyndir að næstu skrefum ef höfundur telur þau nauðsynleg. Unnið var með vinnustofu þar sem nemar í MPM námi við Háskólann í Reykjavík tóku þátt í. Í henni var unnið með traust í netsamskiptum. Einnig var tekið viðtal við starfsmann Rauða kross Íslands og fengu nemendur kynningu á þjálfun sjálfboðaliða eins og hún stendur í dag.

Samþykkt: 
  • 19.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Netkall á hjálp.pdf433.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna