is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31357

Titill: 
  • Kynbundinn samskiptastíll á vinnustað, hvað er í gangi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gerð var eigindleg rannsókn sem byggir á viðtölum við fimm farsæla stjórnendur með verkfræðimenntun. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig samskiptastíll kynjanna er ólíkur á vinnustað með tilliti til hvaða afleiðingar það hefur á líðan starfsfólks og möguleika til aukins frama.
    Í svörum viðmælenda má greina að kyn hefur mikil áhrif á samskipti á vinnustað og viðmælendur virðast öll nokkuð sammála um hvaða eiginleikar það eru sem mótast hvað mest af kyni. Allir viðmælendur sýndu fram á sterk einkenni sem eignuð eru gagnstæðu kyni samkvæmt staðalímyndum en ekki þykir ólíklegt að sú staðreynd hafi aðstoðað þau við að komast áfram í atvinnulífinu. Sem dæmi tala konurnar um mikilvægi sjálfstrausts, staðfestu og ákveðni á meðan karlmennirnir tala um mikilvægi góðra samskipta. Samkvæmt skilgreiningum á staðalímyndum eru konur taldar fremri karlmönnum í samskiptum og karlmenn fremri í ákveðni og sjálfstrausti.
    Niðurstaða minnar rannsóknar er sú að mikilvægt er að brjótast undan staðalímyndum til að njóta aukins starfsframa þó það hafi neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér, þá sérstaklega fyrir konur. Dæmi um slíkt má einnig sjá í svörum viðmælenda og fræðilegum heimildum. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að konur þurfi að velja á milli þess að vera álitnar hæfar í starfi og tileinka sér karllæga eiginleika eða vera álitnar viðkunnanlegar með því að gangast við kvenlegum eiginleikum samkvæmt staðalímyndum.

Samþykkt: 
  • 19.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð MPM TM.pdf756.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna