is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31369

Titill: 
 • Forseti Íslands: Er forsetaembættið valdameira en það hefur verið í framkvæmd?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um forsetaembætti lýðveldisins Íslands og hvort að það sé í raun valdameira en það hefur verið í framkvæmd, þ.e.a.s. hvort að stjórnarskráin veiti forseta meiri völd en forseti hefur í framkvæmd notað. Stjórnarskrá lýðveldisins Ísland er sérstök að því leytinu til að sumar greinar hennar veita forseta mikil völd en aðrar greinar taka frá honum þessi sömu völd. Í 13. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt, en hvaða völd forseta
  falla undir þessa grein? Í ritgerð þessari er reynt að svara því og ennfremur reynir höfundur að finna út hver persónulegu völd forseta eru, þ.e.a.s. þau völd sem forseti hefur og getur notað án atbeina ráðherra.
  Í ritgerðinni er fjallað um og það skoðað hvort að Ísland teljist til þeirra ríkja sem búa við þingræði eða forsetaþingræði. Hin stjórnskipulega merking orðsins þingræði er að enginn ráðherra getur
  setið án stuðnings þingsins. Forsetaþingræði er önnur tegund stjórnskipunar en Maurice Duverger kom fyrst með skilgreininguna á stjórnskipuninni. Samkvæmt kenningunni telst ríki búa við forsetaþingræði ef forseti er þjóðkjörinn, ef hann hefur skv. stjórnarskrá umtalsverð völd og að engin ríkisstjórn getur setið á stuðnings þingsins. Þá hafa undirflokkar þeirrar kenningar verið
  skilgreindir. Annars vegar forseta-þingræðiskerfi og hins vegar þing-forsetaræði. Í ritgerðinni er reynt að svara í hvorn flokkinn Ísland fellur.
  Fjallað er um stjórnskipulega stöðu forsetaembættisins og handhöfn hans í tveimur greinum ríkisvaldsins. Fjallað er um kjör forseta Íslands og um handhafa forsetavalds. Þá er fjallað um hvort að ráðherrar fari með öll völd forseta skv. 13. gr. Fjallað er um synjunarvaldið og forsögu þess, þá sérstaklega í því ljósi að oft var talað um að það væri „dauður bókstafur“. Reynt er að svara því hvort að einhver ákvæði í stjórnarskrá geti talist til „dauðra bókstafa“. Þá er fjallað um ábyrgðarleysi og frávikningu forseta. Loks er fjallað um tillögur stjórnlagaráðs og gagnrýni
  fræðimanna á þær.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses the powers of the President of Iceland and whether or not he is more powerful than he has been in practice. It discusses whether the constitution gives him more powers than he has used in the history of the republic. The Constitution of the Republic of Iceland is unique for that reason that some of its articles give the President great powers but other articles take those same powers away from him. Article 13 states that the President entrusts his authority to Ministers, but which authorities and powers of the President is entrusted in his Ministers? This thesis tries to answer that question and furthermore tries to find out which of the powers of the Presidency the President can use personally, without any involvement of a Minister.
  This thesis also tries to answer the question; is Iceland a country with a parliamentary system or a semi-presidential system? A parliamentary system is a system where the executive branch derives its legitimacy to stay in power from the parliament. In other words, no cabinet can legitimately stay in power without the confidence of the parliament. Semi-presidential system is another kind of a system of government. Maurice Duverger popularized the term. According to the theory a
  semi-presidential state is a state where the president is popularly elected, where the president has real powers according to the constitution but no cabinet can stay in power without the confidence
  of the parliament. The executive branch is responsible to the legislature. There are two subtypes of semi-presidentialism: premier-presidentialism and president-parliamentarism. This thesis tries
  to answer where Iceland stands in regards of the subtypes.
  This thesis discusses the constitutional position of the Presidency and the involvement of the President in two branches of government. The election of the President is discussed as well as the holders of Presidential powers according to the Constitution. This thesis discusses which powers the Presidents entrusts to his Ministers according to Article 13 of the Constitution. The Presidential veto is discussed and its history, specifically how it was often referred to as a “dead letter“of the Constitution. This thesis tries to answer the question; can any Article of the Constitution become a “dead letter“? The irresponsibility and the removal of the President from office is also discussed.
  Finally, the proposal for a new Constitution for the Republic of Iceland and the criticism of scholars on the proposals is discussed.

Samþykkt: 
 • 19.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31369


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forseti Íslands - Er forsetaembættið valdameira en það hefur verið í framkvæmd - BA í lögfræði - HBE.pdf627.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna