is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3137

Titill: 
  • Ristruflanir eftir skurð- og/eða geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins : ánægja með meðferð, áhrif á andlega líðan og fræðsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ristruflanir er vandi sem hrjáir marga karlmenn og þeir glíma við í þögn vegna þess hversu viðkvæmt vandamálið er. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hversu ánægðir karlmenn með ristruflanir eru með ráðlögð meðferðarúrræði, fá innsýn í andlega líðan þeirra og kanna hvernig fræðslu til þeirra er háttað. Rannsóknin var gerð meðal karlmanna á aldrinum 55 ára og eldri sem farið höfðu í skurð- og/eða geislameðferð á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir a.m.k. ári síðan, vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við öflun rannsóknargagna og gagnaúrvinnslu þar sem um var að ræða forprófun á spurningalista sem rannsakendur hönnuðu. Þýði rannsóknarinnar var 48 karlmenn en aðeins 17 karlmenn svöruðu spurningalistanum. Þar af uppfyllti einn þátttakandi ekki skilyrði til þátttöku og var listi hans því ógildur. Fengið var leyfi fyrir rannsókninni hjá siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri og Persónuvernd var tilkynnt um hana. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós að helmingur þátttakenda hafði fengið meðferð við ristruflunum en misjafnt var hversu ánægðir þeir voru með árangur meðferðarinnar. Einnig kom fram að flestir þátttakendurnir töldu andlega líðan sína vera góða, og að meirihluti þátttakenda hafði fengið fræðslu vegna ristruflana. Auk þess sýndu niðurstöður að þátttakendur höfðu eingöngu fengið fræðslu frá lækni en að þónokkrir þeirra hefðu viljað fræðslu af hálfu hjúkrunarfræðings. Rannsakendur vona að með rannsókn þessari aukist þekking heilbrigðisstarfsfólks á meðferðarúrræðum vegna ristruflana og andlegri líðan umræddra karlmanna. Einnig vonast rannsakendur til að umræða í þjóðfélaginu hvað ristruflanir varðar, opnist í kjölfar rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ristruflanir eftir skurð- ogeða geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins.pdf5,41 MBOpinn"Ristruflanir eftir skurð- ogeða geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins" - heildPDFSkoða/Opna