is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31371

Titill: 
 • Heimilisofbeldi gegn börnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir heimilisofbeldi gegn börnum. Heimilisofbeldi þekkist um allan heim en það virðist ríkja ákveðin þöggun um þessa tegund ofbeldis. Mikil vitundarvakning hefur þó orðið á undanförnum árum og löggjöf á þessu sviði batnað til muna. Í ritgerð þessari verður gerð grein fyrir mismunandi birtingarmyndum heimilisofbeldis en það getur verið líkamlegt, andlegt, í formi refsinga í uppeldiskyni og þegar aðili verður vitni að ofbeldi milli annarra á heimili sínu. Rannsóknir hafa sýnt að þegar barn verður vitni að ofbeldi á heimili sínu getur það jafngilt áhrifum þess þegar barn verður sjálft fyrir ofbeldi. Gerð verður grein fyrir þróun löggjafar í heimilisofbeldismálum, þeim refsiákvæðum sem fjalla um heimilisofbeldisbrot og þeim breytingum á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum sem hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir þolendur heimilisofbeldis.
  Margir alþjóða- og mannréttindasamningar fjalla um vernd barna gegn ofbeldi á heimili sínu og annars staðar. Í ritgerð þessari leitast ég við að svara því hvort núgildandi löggjöf hérlendis, sem varðar refsingar gegn þeim sem brjóta á börnum, sé nægilega hörð, sérstaklega með tilliti til þess að tryggja þurfi þá miklu vernd sem ber að veita börnum samkvæmt þeim alþjóðaskuldbindingum sem Ísland er aðili að. Fjallað er um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, leitast er við að svara þeirri spurningu hvort ofbeldisbrot geti þrifist í skjóli þessa verndarákvæðis og hvort réttindi barna vegi þyngra en réttur fjölskyldunnar til friðhelgi skv. 71. gr. stjórnarskrár. Í ritgerðinni eru greindir dómar sem fallið hafa hér á landi og þeir bornir saman við dóma sem varða ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem tengjast ekki nánum böndum.
  Helstu niðurstöðurnar eru þær að heimilisofbeldi gegn börnum er mannréttindabrot, það hefur gríðarleg áhrif á börn og afleiðingarnar eru miklar. Auka þarf vernd barna með sérstöku viðbótarákvæði í almenn hegningarlög sem tekur sérstaklega á líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn börnum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this essay is to analyze domestic violence against children. Domestic violence is known all around the world but there appears to be a form of silencing pervasive surrounding this type of violence, in recent years there has been an awakening and legislation in this field has improved. In this essay different manifestations of domestic violence will be explained, as it can be physical, mental, in the form of punishment for child rearing purposes and by witnessing violence between two individuals in the home. But research shows that when a child witnesses violence in the home it can have same effects as when the child itself is physically abused. The development in legislation in domestic violence cases will be explored, the penalty clauses which cover domestic violence and the changes in Child Protection Act no. 80/2002 and general penal law that have had a tremendous effect on victims of domestic violence.
  Many international agreements and human rights accords center on the protection of children against violence in the home and elsewhere. In this essay I aim to answer whether current domestic legislation, which relates to those that violate children is severe enough, especially considering the great protection children are entitled to, according to the international obligation that Iceland is bound by. The subject matters will be privacy of the home and the family, and the aim is to answer the question whether domestic violence can endure due to this protective clause and whether children's rights are more important than the right of the family to privacy according to article 71 in the constitution. In the essay domestic verdicts in domestic violence against children cases are analyzed and they are compared to verdicts that relate to violence between adults that are not connected and/or related.
  The main conclusion is that domestic violence against children is a human rights violation against children and it affects them greatly, the consequences are severe and children need to be more protected by a special amendment, which specifically covers physical and mental violence against children in the general penal law.

Samþykkt: 
 • 19.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML Ritgerð .pdf710.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna