is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31376

Titill: 
 • Áhrif niðursveiflu efnahagslífs á samgöngur og skipulag : í ljósi kreppunnar á Íslandi 2008
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um þróun samgangna, umferðarskipulag og skipulag þéttbýlis (e.urban design) hér á landi með áherslu á borgarskipulag (e.city planning) í ljósi niðursveiflunnar 2008. Markmiðið er að kanna hvort efnahagskreppan árið 2008 hafi leitt til breyttrar þróunar í samgöngum og í skipulagi.
  Í rannsókninni verða fyrirliggjandi gögn skoðuð með því að lesa heimildir s.s. fræðigreinar, skýrslur, blaðagreinar og bækur. Við úrvinnslu rannsóknarinnar verður byggt á gögnum sem aðrir rannsakendur hafa safnað og skráð. Þróun samgangna á landinu fyrir og eftir kreppu verður skoðuð í ljósi tölulegra gagna og tölfræðileg greining gerð á þeim. Gerðar hafa verið nokkuð margar rannsóknir um framvindu kreppunnar 2008 en færri rannsóknir eru til þar sem áhersla hefur verið lögð á að skoða einstaka afmarkaða þætti eins og til dæmis umferð og skipulag.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hugsanlega hafi uppgangur áranna eftir aldamótin 2000 borið í sér fræ hrunsins árið 2008. Engum blöðum er um það að fletta að niðursveiflan 2008 hafði víðtæk áhrif á marga þætti samfélagsins þar með talið á umferð og skipulag. Töluleg gögn þessarar rannsóknar sýna greinilegar vísbendingar í þá átt að allt hafi þróast hægar eftir hrun. Einnig bendir margt til þess að ekki hafi mikið breyst í samgöngumálum eftir hrun samanborið við þróun áranna 2000-2008. Þá er ljóst að sá uppgangur sem varð eftir aldamótin heldur ekki áfram með sama hætti eftir hrun. Húsnæðismálin eru eitt af lykilatriðum í úrvinnslu efnahagshrunsins 2008 og endurreisnarstarfi eftirhrunsáranna.
  Lykilorð: Umferðarskipulag, skipulag þéttbýlis, niðursveifla, efnahagskreppa, töluleg gögn, húsnæðismál.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis the development of transport, transport planning and planning of urban areas, with focus on city planning in Iceland, will be discussed in light of the 2008 recession. The aim is to investigate whether the economic crisis in 2008 resulted in changes in focus regarding development in transportation and planning in the years following the crisis (2009-2018).
  Existing data from written sources such as articles, reports, newspapers and books, will be compiled and studied. The analysis will thereby largely be based on data collected and recorded by other investigators. The development before and after the crisis is studied by considering available numerical data, which will be analysed using statistical methods. There have been several investigations on the progress and the background of the crisis in 2008, but less emphasis has been placed on examining the post event developments and distinct aspects of urbanization, such as transport and planning issues.
  The results of this investigation indicate that the economic boom which followed the new millennium in year 2000 possibly carried the seed of the economic crisis in 2008, which had a significant impact on many aspects of society, including transportation and planning development. Available numerical data indicate that growth in traffic-related parameters is slower after the 2008 crisis than before and some indicators suggest that relatively few changes have been made in transportation following the crisis in comparison with the development from 2000-2008. It is also clear, that the economic boom following the start of the last millennium does not continue at the same pace in the first years after the crisis. This is most clearly noticeable in the availability of housing, which has become one of the key factors in the aftermath of the economic crisis in 2008 and the restoration work in following years.
  Key words: Traffic planning, planning, recession, transportation data, housing.

Samþykkt: 
 • 19.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PV_MSthesis_28.5.2018_LOKAEINTAK.pdf3.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna