is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31377

Titill: 
  • Þjáning / tjáning: Gildi sagnamennsku í bataferli eftir slys
  • Titill er á ensku Suffering / Expression: The Value of Storytelling in the Rehabilitation Process After Accidents
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefnið Þjáning/tjáning: Gildi sagnamennsku í bataferli eftir slys skiptist í tvo megin hluta. Annarsvegar er rannsóknarhluti sem byggist á 17 eigindlegum viðtölum við einstaklinga sem höfðu lifað af alvarlegt slys, og gerir grein fyrir fræðilegum bakgrunni rannsóknarinnar. Hinsvegar fólst verkefnið í að setja upp sýningu sem byggði á slysafrásögnunum sem var safnað og hlutum frá viðmælendunum sem minntu þá á slysið eða bataferlið. Rannsóknarspurningin beindist að því að skoða hvaða hlutverk slysafrásagnir hafa í samtímanum og hvaða gildi sagnamennska hefur í bataferli eftir slys. Í þessari skýrslu er farið vandlega yfir alla þætti verkefnisins, allt frá helstu kenningum sem liggja rannsókninni til grundvallar til nákvæmrar lýsingar á undirbúningi og opnun sýningarinnar. Farið er m.a. yfir helstu strauma og stefnur í sögu þjóðsagnasöfnunar til þess að staðsetja söfnunina á slysafrásögnum innan þeirrar hefðar sem er í sífelldri þróun. Þá eru kannaðir ýmsir snertifletir minnisfræði við þessa gerð sagnamennsku, þ.e. hvernig mismunandi birtingarmyndir minnisins koma fyrir í slysafrásögnum og hvernig hlutir eru oft tengdir við minningar. Þvínæst eru viðtalsgögnin greind ítarlega. Þar á eftir er fjallað um sögulega þróun safna og sýninga til að setja sýninguna Þjáning/tjáning í sögulegt samhengi. Skýrslan endar svo á ítarlegri útlistun á undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar sem var haldin á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og hugleiðingum um hvernig hægt væri að fylgja henni eftir.

  • Útdráttur er á ensku

    The MA project Suffering/Expression: The Value of Storytelling in the Rehabilitation Process After Accidents is divided into two main parts. The first part is a research component based on 17 qualitative interviews with individuals who have survived a serious accident, all of which are placed in a wider academic context. The second part involves the creation of an exhibition based on the stories about accidents and objects from the interviewees that reminded them of the accident or their rehabilitation. The research question behind the project involved a consideration of the role of accident narratives in contemporary society and the value of storytelling in the rehabilitation process after accidents. This report involves a detailed consideration of all the various stages of the project ranging from the theories which underly the research to a detailed description of the preparation of the exhibition and its opening. It starts by considering the main currents within the history of collecting oral narratives in order to place this present project in the context of that ever-developing tradition. After this, the connections between memory studies and storytelling are explored, noting among other things the role played by memory in accident narratives and how objects are often associated with memories. After this the interview material is analysed in detail. This is followed by an examination of the historical evolution of museums and exhibitions in order to place the present exhibition Suffering/Expression in a historical context. The report ends with a detailed examination of the evolution, preparation and eventual installation of the exhibition in the NLFI Spa and Medical Clinic in Hveragerði, with some considerations of how it might be followed up.

Samþykkt: 
  • 20.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilborg_Bjarkadóttir-Þjáning:tjáning.pdf57,63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirskrift, ritgerð.jpg1,1 MBLokaðurYfirlýsingJPG