is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31396

Titill: 
  • Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja á Akureyri : áhrif lagasetningar kynjakvóta á þátttöku kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og upplifun stjórnarfólks til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja á Akureyri. Rannsókninni var ætlað að auka þekkingu á því hver áhrif kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja eru á stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Blandað rannsóknarsnið var nýtt til þess að ná fram viðeigandi niðurstöðum. Við samanburð var notast við fyrirliggjandi rannsóknir og tölfræðileg gögn frá Hagstofu Íslands og Creditinfo. Framkvæmd var spurningakönnun meðal 56 framkvæmdastjóra og stjórnarfólks á Akureyri og tekin átta hálf-stöðluð djúpviðtöl við stjórnarfólk þar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru mjög í samræmi við fyrri rannsóknir. Þær sýna að viðhorf stjórnarfólks til kynjakvótans er almennt jákvætt. Neikvæðni sem var til staðar í upphafi hefur mildast. Viðhorf karla til þess að binda kynjakvóta í lög er mun neikvæðara en kvenna, en um helmingur kvenna telja það vera of harkalega aðgerð. Upplifun kvenna er að ekki sé nægilegur fjöldi kvenna í ábyrgðarstöðum og það geti af sér neikvæða staðalímynd. Viðhorf allra sem tóku afstöðu er að konur séu jafnhæfar körlum til að gegna ábyrgðarstöðum. Meirihluti viðmælenda taldi að stjórnarkonur séu það klárar og hæfar að þær hefðu án lagasetningar verið valdar til stjórnarsetu. Sumar konur upplifa vegna kynjakvótans að það dragi úr verðleikum þeirra að hafa tekið sæti í stjórn. Verkferlar og stjórnarhættir eru formlegri og ákvörðunarvaldið hefur færst inn í fundarherbergið þar sem það á að vera.
    Árin fyrir lagasetningu kynjakvótans höfðu þau fyrirtæki sem lögin ná yfir aukið lítillega hlutfall kvenna í stjórnum. Síðan þá hefur þetta breyst verulega til batnaðar. Það hefur veitt konum möguleika til að afla sér stjórnarreynslu en hún ræður miklu um val kvenna í stjórn. Það er mikilvægt að viðhalda jákvæðri umræðu um hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja í samfélaginu og ná því markmiði að konur og karlar standi jafnfætis við val í stjórnir. Lykilorð: Kynjakvóti, stjórnir, kynjajafnrétti, Akureyri, blandað rannsóknarsnið.

  • Útdráttur er á ensku

    This research seeks to better understand the attitude and experience of board members of companies in Akureyri, on the impact of a law on gender quota on company boards passed in Iceland. It tries to add to knowledge on the effect of this gender quota on rural companies. Mixed research methods were applied. Data was collected through available research and statistical data. A survey was conducted with CEO´s and board members of 56 companies and semi-structured interviews were taken with eight board members in Akureyri. The findings were then compared to results of available research on the topic.
    The findings were mostly in accordance with available research. They show that the attitude of board members towards gender quotas is generally positive. Some board members have voiced negative views on the quota, feeling that passing the law was too harsh This attitude has weakened. Female board members feel that the lack of women in higher management negatively stereotypes women. They feel that women are just as qualified as members of company boards as men are. Respondents feel that women are just as smart and qualified as men so the passing of the quota law was not needed. Procedures and governance are now more formal and transparent and the power is back in the boardroom.
    Before the passing of the law, bigger firms that the law applies to only increased the women to men ratio of board members slightly. Since the law took effect, the ratio has increased greatly, offering women the possibility of getting the experience needed for being chosen as a board member of companies. It´s important to maintain a positive dialogue in society on the importance of achieving the goal, that women and men have equal opportunities of being selected for a place on the board of companies.
    Key words: Gender quota, boards, Akureyri, gender-equality, mixed-research design.

Samþykkt: 
  • 21.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynjakvoti i stjornum fyrirtækja a Akureyri.pdf2.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna