en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31412

Title: 
  • Title is in Icelandic Breytileiki baktería á milli þriggja jarðvegsgerða í Húsafelli
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Eftirfarandi ritgerð er lögð fram sem lokaverkefni til BSc-gráðu við Landbúnaðarháskóla Íslands, vorið 2018. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytileika í bakteríu samfélagi í íslenskum jarðvegi. Borinn var saman bakteríu fjölbreytileiki í þremur mismunandi gróðurgerðum, þ.e. mel, mó- og skóglendi. Þar að auki var nokkrum umhverfisþáttum, sem gætu haft áhrif á bakteríu breytileikann, gerð skil. Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar um breytileika í samfélagi jarðvegsbaktería hér á landi með þeim aðferðum sem var beitt í þessari rannsókn.
    Jarðvegssýnin, sem verkefnið byggir á, voru tekin við Húsafell á þremur mismunandi svæðum með þremur endurtekningum. Erfðaefni bakteríanna var einangrað úr jarðvegssýnunum og sent í 16S rRNA gena raðgreiningu til Quebec í Kanada. Genaraðir voru meðhöndlaðar með ýmsum tölvuforritum þ.m.t. MobaXTerm, DaDa2 og Qiime2 til að fá fram þann fjölbreytileika baktería sem var til staðar í jarðvegsýnunum.
    Niðurstöður sýndu að mesti munur á samfélögum jarðvegsbaktería var á milli melsins annarsvegar og mó- og skóglendisins hins vegar. Mögulega er meiri fjölbreytileiki jarðvegsbaktería í melajarðvegi en öðrum jarðvegsgerðum en frekari rannsókna er þörf til að prófa þá tilgátu betur. Þau eðlis- og efnafræðilegu umhverfisáhrif sem hafa áhrif á fjölbreytileikann eru einkum sýrustig (pH H2O) ásamt kolefnis- og C/N hlutfalli jarðvegsins. Einhver fjölbreytileiki sást ef borinn var saman fjölbreytileiki mólendis við skóglendi. Nokkur breytileiki sást á milli mólendis og skóglendis og einn skógarreiturinn skar sig mikið út en þar var sýrustig hærra og minna af lífrænum efnum en í hinum mó- og skóglendisreitunum.

Accepted: 
  • Jun 22, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31412


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_ritgerd_uppsett_Loka_f.skemmuna.pdf9,8 MBOpenComplete TextPDFView/Open