is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31414

Titill: 
 • Ferðasjá. Vefsíða með leit og myndrænni greiningu, byggð á gögnum um veðurfar, verðlag og lífsgæði í borgum í Evrópu.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Netið er fullt af gögnum sem bíða eftir að láta kreista út úr sér upplýsingar. Með því að sameina gögn úr mismunandi áttum má uppgötva margt sem annars væru óséð.
  Tilvonandi ferðalangar leita að upplýsingum víðsvegar að á netinu þegar þeir skipuleggja fríið sitt. Þættir sem hafa áhrif á hvert margir kjósa að fara í frí eru veðurfar, flugverð og verðlagið á áfangastaðnum.
  Tilgangur verkefnisins var að smíða hugbúnað sem gerir notandanum, tilvonandi ferðalangi, annars vegar kleift að uppgötva áfangastaði sem uppfylla óskir hans um meðalhitastig, fluggjöld, líkur á rigningu, verð á bjór o.fl. og hinsvegar að skoða eiginleika áfangastaða myndrænt til að fræðast um þá og bera þá saman.
  Kjarni forritsins er gagnagrunnur með upplýsingum um veður, verðlag og lífsgæði um borgir í Evrópu. Auk þess eru gögn um flugferðir notuð, en sökum þess hve ört fluggjöld breytast þarf að ná í þau jafnóðum svo þau eru ekki í gagnagrunninum.
  Borgirnar eru 181 og eru upplýsingarnar um meðalverð á hinum ýmsu vörum (t.d. verð á þriggja rétta máltíð á veitingastað, bjórflösku úti í búð og kostnaði við að taka leigubíl), vísitölur um verðlag (vegið meðaltal sem mælir t.d. uppihaldskostnað eða kaupmátt), vísitölur sem mæla lífsgæði (t.d. mengun), veðurmeðaltöl síðustu 30 ára í hverri viku ársins (hvert hitastigið og hve mikil rigning er í lok júní) ásamt líkindum á að veðrið sé á tiltekinn hátt, reiknað út frá veðurmeðaltölum (líkur á t.d. frosti, rigningu og roki í byrjun október í Reykjavík).
  Bakendi forritsins er skrifaður með Python og skiptist í þrjá megin
  parta:
  Discover, þar sem hægt er að leita í gögnunum til að finna þá áfangastaði sem henta notandanum best að heimsækja.
  Explore, þar sem hægt að er að bera saman borgir með því að skoða gröf af völdum breytum.
  Examine, þar sem hægt er að kanna borg með því að skoða gröf sem sýna gögnin fyrir valda borg.
  Gagnaveiturnar sem notaðar voru eru Numbeo, Weather Underground og Expedia.

Samþykkt: 
 • 22.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferðasjá skýrsla.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Doc1.pdf188.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF