Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31415
Ljóðaljóðin er athyglisvert rit innan Gamla testamentisins. Erótískir undirtónar valda því að ritið hefur algjöra sérstöðu, þar sem kynlífi er fagnað sem eðlilegur partur af tilveru mannsins. Hér verður rannsakað hvernig hið erótíska málfar Ljóðaljóðanna hefur haft áhrif á túlkun ritsins í gegnum aldirnar sem og hvaða áhrif myndmál líkamans hefur dýpkað þær nánu lýsingar sem ritið inniheldur. Myndmál ritsins er ríkt og veigamikið, sérstaklega þegar kemur að útliti og virkni líkamans. Því verður umfjöllunarefnið afmarkað við líkamshlutana hendur og augu. Að lokum verður einnig gert grein fyrir áhrifum Ljóðaljóðanna á dægurmenninguna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elskhugi minn réttir höndina inn... .pdf | 691.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemma yfirlit Daníel Ágúst.pdf | 373.14 kB | Lokaður | Yfirlýsing |