is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31419

Titill: 
 • Komur 0-4 ára barna á Landspítalann á árunum 2012-2017 vegna höfuðáverka
 • Titill er á ensku Children aged 0-4 attending Landspítali in the years 2012-2017 due to head injury
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Höfuðáverkar eru algengir meðal ungra barna og í flestum tilfellum vægir. Alltaf er þó möguleiki á að vægur áverki sé alvarlegri en virðist í fyrstu og því er mikilvægt að fagfólk sé vel að sér í umönnun þessa sjúklingahóps. Lítið er vitað um algengi höfuðáverka barna á fyrstu fjórum aldursárunum hérlendis og er hér leitast við að svara helstu spurningum er varða algengi, orsakir og alvarleika höfuðáverka hjá 0-4 ára börnum.
  Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi gagnarannsókn. Úrtakið voru öll börn sem komu inn á bráðamóttöku Landspítala eða bráðamóttöku Barnaspítalans með höfuðáverka á árunum 2012-2017 frá 0-48 mánaða. Miðað var við að börnin hefðu verið greind með höfuðáverka og að notast væri við einhverjar af þeim ICD-10 greiningum er lýsa höfuðáverkum og flokkast í: mjúkpartaáverka, augnáverka, höfuðbeinaáverka, innankúpu- og heila- taugaáverka og fjöláverka með áverka á höfði. Upplýsingar um aldur, kyn, búsetu, áverkaskor, ICD-10 greiningar, orsök áverka og innlagnir voru fengnar um öll börn sem uppfylltu rannsóknarskilyrðin. Einnig voru upplýsingar um hvaðan og hvernig börnin komu á spítalann skoðaðar, sem og komutími og komudagur. Úrtaki var skipt upp eftir aldursárum, kyni, póstnúmer, greiningum og áverkaorsökum svo eitthvað sé nefnt og sambönd þar á milli aðeins skoðuð. Marktæktarprófun var framkvæmd eins og átti við og faraldsfræði höfuðáverka 0-4 barna á Íslandi var lýst með lýsandi tölfræði.
  Niðurstöður: Alls komu 5092 börn í 6265 skipti inn með höfuðáverka á rannsóknartímabilinu. Nýgengi höfuðáverka hjá 0-4 ára börnum hérlendis reiknaðist 8,3/100 á ári. Drengir komu oftar inn en stúlkur og var meðalaldur 26,4 mánuðir. Algengasta orsök áverka var fall og alvarleikastig var í meirihluta tilfella lágt. Um 35% barnanna áttu tvær eða fleiri komur á rannsóknartímabilinu, en innlagnir voru hlutfallslega fáar, eða um 0,6% tilvika. Um 94% barnanna sem komu áttu búsetu á höfuðborgarsvæðinu og var stærstur hluti búsettur í Reykavík, en flestar komur utan höfuðborgarsvæðisins komu frá Suðurnesjunum.
  Umræður: Vert væri að skoða nánar hvað veldur hárri tíðni höfuðáverka hjá þessum hópi barna, til að geta brugðist betur við með bættri þjónustu í samvinnu við heilsugæslur landsins. Frekari rannsókna er þörf, þar sem gögn voru ekki fullnægjandi og ekki hægt að draga of miklar ályktanir út frá niðurstöðum. Ljóst er þó að forvarnarstarf mætti efla, en þá er frekari rannsókna einnig þörf til að hægt sé að ráðast að rót vandans.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Head injuries are common amongst young children and in most cases of minimal severity. There is always a possibility however that a minimal injury is more severe than thought at first and therefore it is important that healthcare professionals are well aware of how to treat this particular group of patients. Little is known of the frequency of head injuries amongst 0-4 year old children in Iceland, and will this study aim at answering the basic questions involving frequency, cause and severity of head injuries amongst 0-4 year old children.
  Methods: This study was a retrospective, descriptive data analysis. Included in the study were all children who attended Landspítali emergency department and the emergency department of Barnaspítalinn with a head injury, in the years 2012-2017, aged 0-48 months. Cases included had to have a head injury diagnosis with one of the ICD-10 diagnosis that involve injury to the head and are categorized into; soft tissue injury, eye injury, injury to the skull, intracranial injury and multiple trauma including an injury to the head. Information related the the childrens age, gender, postal code, injury severity score, ICD-10 diagnosis, cause of injury and hospital admissions were gathered. The gathered data also included information on how the children arrived at the hospital and whom they were with, as well as the time and date of arrival. The sample was categorized based on age, gender, postal codes, diagnosis and causes of injury, to name a few, and the possible correlations between these variables were examined briefly. The epidemiology of head injury amongst 0-4 year old children in Iceland was described statistically and values were tested for significance where it applied.
  Results: In total there were 5092 children who attended 6265 times with a head injury during the study period. Calculated incidence of head injuries amongst 0-4 year old children in Iceland was 8,3/100 per year. Boys were more frequent visitors than girls, and the mean age was 26,4 months. The most common cause of injury was falling and in majority of cases the severity score was minimal. Around 35% of the children included had more than two visits to the hospital with a head injury during the study period, but admissions were proportionally low, with only 0,6% of cases. About 94% of the children had a registered legal domicile within the capital area, and the biggest part of them lived within Reykjavík, but the highest number of children attending from outside the capital area came from Suðurnesin.
  Discussion: It would be prudent to look further into what is causing the high frequency of head injuries amongst this group of children, in order to be better able to improve the quality of service in cooperation with the health clinics in the country. Further research is required, due to the fact that the data supplied in this study was unsatisfactory and therefore it is not possible to draw strong conclusions from it´s results. It is however clear, that preventative measures can be increased, and for that there is also need for more research in order to be able to tackle the root of the problem.

Samþykkt: 
 • 28.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg56.22 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Heiðrún Gissunn Lokaritgerð.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna