Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31421
Tungumál er tæki til samskipta. Fyrsta tungumál eða móðurmál læra börn óformlega, í náttúrulegu umhverfi. Móðurmálið er mjög mikilvægt fyrir almenna þróun og vellíðan barnanna og auðveldar þeim seinna að skilja og læra önnur tungumál. Því sterkari sem grunnurinn í móðurmáli er, því fyrr nær barnið færni í öðrum tungumálum. Móðurmálsþekking gerir manni kleift að færa þekkingu á einu tungumáli yfir á annað. Niðurstaðan getur svo verið virkt tvítyngi. Með góðum kennsluaðferðum getur barnið náð stjórn á öðru tungumáli eins og móðurmálinu. Kennarar geta notað móðurmálið sem stuðning þegar annað mál er kennt. Kennarar verða að tryggja að nemendur fái þá faglegu hæfni sem gerir þeim kleift að takast á við margvíslegt efni í skólanum. Það er mjög mikilvægt að börn læri orðaforða kennslugreina, þannig geta þau náð góðum árangri í náminu. Kennarinn ætti að skoða minni háttar mistök en bregðast fljótt við einstökum vandamálum og nota viðeigandi aðferðir til að leysa þau. Hafa ætti í huga að allir fái að læra á eigin hraða miðað við þeirra eigin forsendur. Góð málfræðiþekking og notkun á móðurmálinu getur skipt miklu máli þegar yfirfæra þarf málnotkun á annað tungumál.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Andrea Karabín.pdf | 487.21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð verkefnisins.pdf | 263.37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |