is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31424

Titill: 
  • „Tunglið er að elta okkur." : aðferðir til að kenna heimspeki í yngstu deild grunnskólans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimspeki er hluti af samfélagsgreinum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskólans en er oft aðeins kennd með elstu nemendunum eða á hærri skólastigum. Þetta verkefni er þess vegna unnið sem kynning á aðferðum og námsefni heimspekinnar sem hentar nemendum í yngstu deild grunnskólans. Markmiðið er að eftir lesturinn geti lesandinn notast við það efni og aðferðir sem hér voru kynntar til þess að prófa sig áfram í heimspekikennslu. Þessi ritgerð var skrifuð sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
    Í ritgerðinni eru kynntar aðferðir til að stunda heimspeki bæði undirbúið og óundirbúið. Farið verður yfir tvær tegundir sjálfsprottinna heimspekitækifæra í skólastofunni. Þar er rætt um spurningar barna og rökfærslur. Síðan er kynnt til sögunnar kennsluefni bæði á ensku og íslensku. Skoðað er efni stefnunnar heimspeki fyrir börn sem hefur að hluta verið þýtt yfir á Íslensku. Einnig er skoðað efni frá leikskólanum Lundarseli en þar var hannað mjög flott kennsluefni út frá þróunarverkefni um aldamótin. Að lokum er farið yfir notkun barnabóka til að ræða heimspekileg viðfangsefni bæði með erlendu kennsluefni og ráðleggingum um hvernig má búa það til sjálfur.

Samþykkt: 
  • 29.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf502.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf210.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF