Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31425
Ritgerð þessi fjallar um hvaða áhrif það hefur á börn þegar foreldrar eða aðrir uppalendur heima við lesa fyrir þau og fylla veröld barnanna af alls kyns ritmáli. Til þess að þrengja viðfangsefnið munum við horfa á það frá tveimur sjónarhornum. Fyrra er hvaða áhrif lestur fyrir börn hefur á málþroska þeirra og seinna er hvaða áhrif lestur fyrir börn hefur á lestrarnám þeirra. Í ritgerðinni koma útskýringar á hugtökum sem tengjast viðfangsefninu svo auðveldara verði að skilja það. Við munum fjalla um það hversu mikilvægur börnum lestur er, allt frá því að vera gæðastund að því að örva þroska þeirra og undirbúa þau fyrir menntaveginn. Auk þess munum við segja frá hvernig og hvað skal lesa fyrir börnin til þess að lesturinn verði sem árangursríkastur. Það sem við höfundarnir viljum að þetta verk skili af sér til lesenda, er það að þeir sjái hversu mikilvægt það er að lesa fyrir börnin og að þau fái að kynnast ritmálinu heima við.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bestu minningarnar eru í fangi foreldris.pdf | 839.14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing-b.ed-lokaritgerðar-Ástu-Bjarkar-og-Valgerðar.pdf | 168.21 kB | Lokaður | Yfirlýsing |