is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31431

Titill: 
  • Þrautalausnir í rúmfræði : greinargerð með kennsluefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er unnið til B.Ed. gráðu við kennaradeild við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið samanstendur af greinagerð og kennsluefni fyrir kennara og nemendur á unglingastigi grunnskóla. Það fjallar um rúmfræðikennslu á unglingastigi og hvernig hægt er að gera kennsluna fjölbreyttari. Fjallað er almennt um stærðfræði út frá Aðalnámskrá grunnskóla en einnig er vikið að því hvað teljist góð stærðfræðiverkefni og kennsluaðferðir sem hentugt er að nota samkvæmt fræðimönnum. Markmiðið með verkefninu er að búa til gott og vandað kennsluefni sem kennarar á unglingastigi geti nýtt sér við kennslu. Hugmyndir að verkefnunum fengum höfundar úr bókinni Developing Thinking in Geometry. Í henni er lögð áhersla á að nemendur fái ekki fyrirfram gefnar aðferðir heldur fái þeir tækifæri til að fara ólíkar leiðir að lausnum. Einnig viljum við leggja áherslu á að nemendur taki virkan þátt í kennslustundinni, þeir fá að rökræða um viðfangsefnið og koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Okkar von er að þetta lokaverkefni nýtist kennurum í rúmfræðikennslu til að gera kennsluna fjölbreyttari.

Samþykkt: 
  • 29.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf138.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þrautalausnir í rúmfræði.Greinagerð með kennsluefni.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna