Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31434
Grunnskólar og frístundaheimili á höfuðborgarsvæðinu hafa ólík hlutverk þegar kemur að námi barna. Hið formlega nám sem á sér fyrst og fremst stað í skólum en á frístundaheimilum er áherslan lögð á óformlegt nám og leik barna.
Markmið ritgerðarinnar var að skoða viðhorf grunnskólakennara á yngsta stigi til frístundaheimila, starfsins sem á sér stað þar og hvernig samstarfi þessara tveggja stofnanna er háttað.
Tekin voru viðtöl við fjóra grunnskólakennara og dregin fram þemu sem þar komu fram. Í ljós kom að kennararnir töldu allir að samstarfið á milli skóla og frístundaheimila væri mikilvægt en höfðu þó ólíka reynslu af þessu samstarfi. Hluti kennaranna vissi lítið um skipulag frístundaheimilanna og formlegt samstarf var ekki mikið jafnvel þótt kennarar myndu vilja hafa aukið samstarf. Það er augljóst að stefnan varðandi samþættingu skóla og frístundar og markmið með samvinnu þessara stofnanna er ekki alltaf í takt við reynslu kennaranna á vettvangi.
Ef þessar tvær stofnanir myndu auka samstarfið sín á milli og bæta upplýsingaflæði enn frekar myndi það eflaust auka gæði alls starfs frístundaheimila ásamt því að efla starf kennara og börnin hagnast af því á báðum stöðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elsa A Serrenho Valdemarsdóttir.pdf | 438.33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
handskrifuð yfirlýsing.pdf | 51.05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |