is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31435

Titill: 
  • Stöndum ekki aðgerðalaus hjá : virkjum áhorfendur eineltismála til þess að standa upp
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einelti er í eðli sínu félagslegt og þar af leiðandi þurfa aðgerðir gegn einelti að taka mið af því. Nauðsynlegt er að vinna með alla þátttakendur í heild sinni til að stöðva einelti. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á það stóra hlutverk sem áhorfendur gegna í eineltismálum og þeim leiðum sem hægt er að styðjast við til þess að fá þá til að grípa inn í það einelti sem þeir verða vitni að. Upplýsinga var aflað í gegnum þær rannsóknir sem stundaðar hafa verið á sviði eineltismála á undanförnum árum og áratugum. Niðurstöðurnar eru á þá leið að áhorfendur hafi það vald til þess að ýta undir og jafnframt stöðva það einelti sem á sér stað í kringum þá. En oft á tíðum eru áhorfendur ekki meðvitaðir um hlutverk sitt eða með hvaða hætti þeir geti staðið upp með þolendum eineltis. Vonin er sú að ritgerðin nýtist öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum til þess að vinna bug á því samfélagsmeini sem einelti er.

Samþykkt: 
  • 29.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed-ritgerð-Erla Rún Jónsdóttir.pdf455.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ErlaRún_yfirlýsing.pdf1.26 MBLokaðurYfirlýsingPDF