is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31439

Titill: 
  • Börn byggja nám sitt á fyrri þekkingu : möguleikar einingakubba á mótum leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar greinargerðar er að sýna fram á hvernig notkun einingakubba getur stuðlað að farsælum þáttaskilum milli leik- og grunnskóla. Þegar börn flytjast úr leikskóla yfir í grunnskóla markar það stór tímamót í lífi þeirra og fjölskyldna þeirra. Nám barna á að mynda samfellda heild þar sem þau eiga að fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem þau þekkja af fyrri skólastigum. Einingakubbar Caroline Pratt hafa þá eiginleika að geta samþætt námssvið og gera börnum kleift að byggja á fyrri þekkingu sinni og reynslu. Í greinargerðinni verður fjallað um mikilvægi samstarfs kennara á leik- og grunnskólastigi. Í leik með einingakubba fara börn í gegnum stigskipta þróun og verða þessum stigum gerð skil auk þess sem fjallað verður um hlutverk kennarans í leik með einingakubba. Við munum reifa möguleika kubbanna í leik og námi beggja skólastiga auk þess sem við beinum sérstaklega sjónum að samfélagsfræði og stærðfræði í gegnum kubbaleik. Rannsóknir hafa sýnt að ef börn fá ekki tækifæri til þess að byggja ofan á fyrri reynslu og ekki tekst að mynda farsæla samfellu milli skólastiga getur það haft áhrif á námsárangur og félagsþroska barnanna. Því verða kennarar að líta þáttaskilin alvarlegum augum og teljum við að einingakubbar séu kjörinn efniviður til að stuðla að farsælli samfellu.

Samþykkt: 
  • 29.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn byggja nám sitt á fyrri þekkingu.pdf522.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Einingakubbar á mótum leik- og grunnskóla-Handbók_PDF.pdf5.87 MBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna
Rafræn_yfirlýsing_PDF.pdf39.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF