is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31445

Titill: 
  • Hvað er Mad studies?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um upprennandi fræðigrein Mad Studies sem um þessar mundir er að hasla sér völl víða um heim. Inntak fræðanna snýst um stöðu og upplifun fólks með geðræn veikindi. Hugmyndafræðin er byggð á baráttu hreyfinga sem að um árabil hafa mótmælt jaðarsetningu hópsins. Upphaf fræðanna er að rekja til Kanada og eru gögnin sem ritgerðin er byggð á því að mestu kanadískar fræðigreinar og bækur. Í ritgerðinni sem er lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði eru Mad Studies gerð skil ásamt því að skoða þá umhverfis- og félagslegu þætti sem hafa áhrif á upplifan og líðan fólks með geðræn veikindi. Þar tengir fræðigreinin inn á áherslur fötlunarfræða og störf þroskaþjálfa. Tilgangur verkefnisins er að kynna fyrir íslensku samfélagi fræðigreinina Mad Studies og hvernig efni hennar kann að hafa áhrif á það hvernig við skiljum, skilgreinum og mætum fólki með geðræn veikindi. Markmið Mad Studies er að tengja hugmyndir samfélagsins á geðsjúkdómum betur við reynslu fólks með geðræn veikindi.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_HelgaGuðmundsdóttir_vor2018.PDF339.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirrituð yfirlýsing .pdf43.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF