is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31451

Titill: 
  • Hugur ræður hálfum sigri : ólík áhrif festu- og vaxtarhugarfars á stærðfræðinám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stærðfræði hefur af mörgum verið talin sú námsgrein sem nemendur eru annað hvort góðir í eða ekki. Það væri áhugavert að vita hvað veldur því og af hverju margir haldi slíku fram. Í þessu samhengi spilar hugarfar stóran þátt. Hugarfar hefur verið rannsakað af sálfræðingnum Carol Dweck síðustu þrjátíu ár og samkvæmt hennar kenningu hefur hugarfar okkar mikil áhrif á nám, sérstaklega í stærðfræði. Dweck segir að hugarfari sé hægt að skipta í tvær gerðir, annars vegar festuhugarfar og hins vegar vaxtarhugarfar og er hún hlynnt því síðarnefnda. Aflað var upplýsinga um hugsanleg áhrif hugarfars á stærðfræðinám. Þá var sérstaklega kannað hvað veldur festuhugarfari og hvernig hægt sé að stuðla að vaxtarhugarfari. Niðurstöður leiddu í ljós að margt getur ýtt undir festuhugarfar en meðal þess er ýmislegt í fari kennarans svo sem hugarfar hans, hvernig hann hrósar nemendum og viðbrögð hans gagnvart mistökum nemenda. Aðrir áhrifaþættir eru ranghugmyndir um stærðfræði, staðalímyndir og getuskipting nemenda. Kennarar geta stuðlað að vaxtarhugarfari með því að huga að ýmsum þáttum í kennslunni, framsetningu verkefna og námsmati. Þetta eru mikilvægar niðurstöður fyrir alla þá sem vilja efla og styðja við gott stærðfræðinám og sýna fram á að stærðfræði sé fyrir alla.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugur ræður hálfum sigri.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing (1).pdf301.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF