is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31452

Titill: 
  • Enginn getur allt en allir geta eitthvað : samræmist fjölgreindarkenning Gardners kröfum nútíma skóla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í nútíma skólasamfélagi er krafa um að komið sé til móts við einstaklinginn á hans eigin forsendum en ekki hópsins í heild. Í verkefninu er fjallað um hvernig megi koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp í grunnskóla. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig einstaklingsmiðun og átta mannlegar greindir samræmast nútíma skólakerfi.
    Við skrif á verkinu er fjölgreindarkenning Gardners höfð að leiðarljósi, fjallað er um kenninguna, fræðimanninn sjálfan og hvernig hún birtist í nútímaskólakerfi. Lagt er upp með að auka einstaklingsmiðun í námi með stöðvavinnu þar sem einstaklingurinn, hæfniviðmið Aðalnámskrár, ólíkt hugarfar út frá kenningum Carol Dweck og fjölbreytt verkefni eru í fyrirrúmi.
    Kafað er dýpra í fyrrnefnd atriði en í þeim rannsóknum sem kannaðar voru kom í ljós að kennsluaðferðir sem notaðar eru í dag eru fábreyttar. Nemendur eru ólíkir líkt og litir regnbogans. Breytinga er þörf ef allir litir regnbogans eiga að fá að njóta sín í skólakerfinu og skína á sínum eigin forsendum en ekki einungis sem litaflóra í heild sinni. Fjallað er um hvernig stuðla má að því að nemandinn takist á við nýjar og spennandi áskoranir á hverjum degi, fagni mistökum og standi að lokum uppi sem sinn eigin sigurvegari þar sem engin verkefni virðast óyfirstíganleg með hugarfar vaxtar að vopni.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.ed verkefni - lokaeintak.pdf915.01 kBLokaður til...01.12.2038HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf230.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF