is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31454

Titill: 
  • "Algjörlega á móti þessu frá byrjun" : viðhorf og reynsla kennara af skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lagasetning á námi barna kemur fyrst fram árið 1907 og þá sem barnafræðslulög en grunnskólalög líta ekki dagsins ljós fyrr en 1974. Hugtakið, Skóli fyrir alla kom út í íslenskri þýðingu árið 1995 eftir að fulltrúar 92 ríkja komu saman á ráðstefnu um menntun nemenda með sérþarfir sem haldin var í Salamanca á Spáni. Skóli án aðgreiningar, menntastefna sem segir að allir eiga rétt á að stunda nám í sínum heimaskóla óháð atgervi, er lögfest árið 2008. Með breiðan hóp nemenda hafa rannsóknir sýnt fram á ólíkar upplifanir starfsmanna innan veggja skóla hvort sem það eru stjórnendur eða aðrir starfsmenn en upplifun kennara hefur aldrei verið rannsökuð og því var lagt upp með þá spurningu: Hver er þín upplifun af skóla án aðgreiningar? Ellefu kennarar tóku þátt í þessari athugun okkar. Upplifanir þeirra voru samhljóða að undanskyldum einum viðmælanda sem taldi framkvæmdina vera á skjön við það sem hún á að vera og að þörf væri á fagfólki til að aðstoða breiðan hóp nemenda og kennara. Niðurstaða þessarar athugunar sýnir að kennarar hafa almennt jákvætt viðhorf til stefnunnar en vegna ónógs fjármagns verður framkvæmdin önnur og aukið álag sett á kennara þannig að þeir brenna fyrr út en eðlilegt er talið. Kennarastéttin er í ákveðinni hættu á að deyja út því aðsókn í kennaranám fer minnkandi milli ára og teljum við að laun og álag sé helsta ástæða þess.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-til-B.Ed-prófs.pdf420.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.4 MBLokaðurYfirlýsingPDF