is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31455

Titill: 
  • Utan veggja skólans : útikennsla í myndmennt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að þróa námsefni í myndmennt utan veggja hinnar hefðbundnu skólastofu. Verkefnið er bæði sett fram sem fræðileg greinargerð og námsefni með tillögum að verkefnum sem tengjast útikennslu myndmenntar í grunnskóla. Í fræðilega hluta verkefnisins er fjallað um útikennslu og náttúruna. Enn fremur er gerð grein fyrir kennslufræðilegum áherslum sem gætu stutt útikennslu í myndmennt; svo sem sköpun, gagnrýna hugsun og samþættingu í námi. Í greinargerðinni er fjallað um kenningar fimm fræðimanna sem gætu stutt við viðfangsefnið. Þetta eru hugmyndir Elliot Eisner, Rita L. Irwin, Anna Craft, Mihaly Csikezentmihaliyi og Anna Bamford sem öll hafa margvíslegar hugmyndir fram að færa sem hægt er að flétta inn í útikennslu myndmenntar. Einnig eru nokkrir listamenn taldir upp, bæði íslenskir og erlendir sem notast við náttúruna í sköpun sinni. Að lokum er kennsluefninu lýst ásamt markmiðum þess og framkvæmt kennslunnar.
    Námsefna hluti verkefnisins er hugmyndabanki af verkefnum í myndmennt sem hægt er að vinna utan veggja skólans. Lögð er áhersla á að nýta náttúruna í sköpunarvinnu nemenda og að efla tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. Verkefnasafnið felur í sér tillögur af verkefnum sem kennarar geta aðlagað eftir þörfum, áhuga og fjölda nemenda sinna. Námsefninu er skipt eftir árstíðum og íslensku veðurfari. Höfundar vonast til þess, að með verkefnasafninu færist myndmenntakennsla meira út í náttúruna, veiti kennurum innblástur og hvatningu til að þróa hugmyndirnar og gera að sínum eigin.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 útfyllt.pdf197.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Utan veggja skólans -Útikennsla í myndmennt.pdf467.24 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
LOKA-HEFTI.pdf2.1 MBOpinnVerkefnaheftiPDFSkoða/Opna