is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31457

Titill: 
  • Starfsmannahandbækur leikskóla og tilgangur þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er tilkomið vegna skorts á leikskólakennurum í leikskólum hér á landi. Leiðbeinendur eru þar af leiðandi mjög margir og því miður stoppa þeir stutt við og gjarnan tekur langan tíma að þjálfa upp færni fólks til að kenna börnum. Tilgangur þessa verkefnis var annars vegar að skoða hvort almennar starfsmannahandbækur sem til eru í flestum leikskólum aðstoði leiðbeinendur við að aðlagast nýju starfi og þá að hvaða leyti en jafnframt hvað megi betur fara til að sú sé raunin. Hins vegar að nýta þá gagnaöflun og búa til nýja starfsmannahandbók með það að markmiði að leiðbeina leiðbeinendum leikskóla að aðlagast nýju starfi og gera þá hæfari og öruggari til að sinna starfi sínu af festu og öryggi. Þrjár almennar starfsmannahandbækur voru skoðaðar með tilliti til þess hvort þær gefi góða innsýn í nám og kennslu barna, hvernig umhverfi getur haft mótandi áhrif á þroska og nám þeirra og hvert hlutverk leikskólakennara er. Höfundi fannst þær starfsmannahandbækur sem hann las ekki gefa nógu góða innsýn í þá þætti. Einnig voru tveir leiðbeinendur spurðir um reynslu þeirra af þeim starfsmannahandbókum sem þeir höfðu lesið og hvort þeir hefðu áhuga á að fræðast frekar um nám barna. Þeim fannst ekki fullnægjandi upplýsingar í starfsmannahandbókum og töldu sig lítið hafa lært á lestri þeirra um starf leikskólakennara og hvert þeirra hlutverk er sem leiðbeinendur í leikskóla. Báðir höfðu þeir áhuga á að fræðast meira um það hvernig á að kenna börnum. Þörf er á úrbótum sökum þeirrar stöðu að ekki eru nægilega margir leikskólakennarar til að annast kennslu barna. Starfsmannahandbækur þurfa að mati höfundar að innihalda fróðleik um nám barna, umhverfi þeirra og samskipti og hvernig þessir þættir geta spilað saman til að efla og hvetja einstaklinginn til dáða. Í fræðilegum hluta þessa verkefnis verður því reynt að varpa ljósi á námsleiðir og námsferli barna, hvernig umhverfið getur ýtt undir og stutt við nám og þroska þeirra og hlutverk kennara í leikskóla og hvernig þetta vinnur allt saman. Handbókin tengir fræðin síðan við vinnu á vettvangi og er ætlað að auka fagþekkingu leiðbeinenda í leikskólum.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Handbók starfsmanna og tilgangur þeirra.pdf255.21 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf112.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Handbók starfsmanna.pdf530.57 kBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna