is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31459

Titill: 
  • Hvernig birtist stam hjá tvítyngdum börnum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er skrifuð sem lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2018. Ritgerðin fjallar um stam hjá börnum sem eru tvítyngd, nánar tiltekið algengi og birtingarform þess. Fjallað verður um mikilvægi þess að þekkja birtingarform stams hjá einstaklingum sem eru tvítyngdir svo hægt sé að veita þeim meðferðarúrræði við hæfi. Meðferðaraðili þarf að vita nákvæmlega eftir hverju skal leita og þekkja helstu einkenni þegar greina á stam hjá tvítyngdum einstaklingi. Einnig verður algengi stams hjá ein- og tvítyngdum börnum á heimsvísu skoðað. Vitnað er í greinar og rannsóknir sem fjalla um eftirfarandi efni. Stiklað er á stóru í atriðum sem varða stam; þróun, einkenni og orsakir. Jafnframt verður tvítyngi skilgreint og fjallað um hvað felst í því. Að lokum eru niðurstöður teknar saman og rannsóknarspurningunni svarað.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Hrönn_Lokaeintak.pdf811.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16 (1).pdf15.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF