is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31463

Titill: 
  • Kulnun leikskólakennara : einkenni, orsakir og mögulegar lausnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar var að kanna einkenni, áhrif og mögulegar lausnir á kulnun í starfi hjá leikskólakennurum. Notast var við rannsóknarspurningarnar hverjar eru orsakir kulnunar hjá leikskólakennurum og hvernig má koma í veg fyrir að hún eigi sér stað? Umfjöllunarefnið varð fyrir valinu vegna þess hversu mikið hefur verið fjallað um kulnun í starfi hjá leikskólakennurum undanfarin misseri. Til að leita svara við spurningunum sóttum við efni bæði í fræðilegar heimildir og fréttaflutning undanfarinna missera, en helstu niðurstöður okkar eru þær að kulnun í starfi hjá leikskólakennurum orsakast helst af álagi. Álagið orsakast helst af skorti á fagfólki, of mörgum börnum á deild, auknum kröfum samfélagsins bæði hvað varðar inntöku barna og beina kennslu og neikvæð umræða í samfélaginu. Til að breyta þessu þarf að auka skilning almennings á starfi leikskólakennara og bæta umræðuna um leikskólann og það starf sem þar fer fram. Frumkvæði að bættri umræðu þarf að koma frá leikskólakennurum sjálfum. Efni ritgerðarinnar er mikilvægt í þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu í dag um skort á starfsfólki í leikskólum og sífellt auknar kröfur um að börn komist fyrr inn á leikskóla.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kulnun-leikskólakennara-Einkenni-orsakir-og-mögulegar-lausnir-Katrín-Lilja-Traustadóttir-og-Svanhvít-Erla-Traustadóttir.pdf579,29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Katrín og Svanhvít.pdf636,15 kBLokaðurYfirlýsingPDF