is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31467

Titill: 
  • Að mæta hreyfiþörf nemenda : hreyfing sem uppbrot í kennslustund
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er farið yfir kosti þess að samþætta hreyfingu og leiki almennri bóknámskennslu. Rakin eru þau viðmið sem lýðheilsufræðingar telja að börn þurfi á að halda í daglegri hreyfingu. Fjallað er um mismunandi möguleika til ástundunar hreyfingar í almennum kennslustundum svo sem með hléæfingum, útikennslu og leikjum. Kynntar eru kennsluaðferðirnar TAKE 10! og Leikur að læra. Sérstakur kafli er um útikennslu. Síðan er umfjöllun um það úr kenningum fræðimannanna John Dewey, Lev Vygotsky og Jean Piaget sem telja má að hafi tengingu við útikennslu og annað sem tengist hreyfingu og leikjum í almennri kennslu. Þá eru raktar niðurstöður úr könnun er gerð var á Íslandi á árunum 2008 - 2013 á starfsháttum í grunnskólum er snúa að tíðni þessara kennsluaðferða í grunnskólum hér á landi. Að síðustu er svo samantekt um helstu umfjöllunarefni ritgerðarinnar og niðurstöður af skoðun höfundar á viðfangsefninu.
    Að mati höfundar hefur þessi kennsluaðferð óumdeilanlega kosti fram yfir þá kennsluaðferð að notast eingöngu við beina kennslu. Vonandi verður ritgerð þessi lóð á vogarskálarnar til að auka vinsældir slíkra kennsluaðferða í framtíðinni. Í viðauka ritgerðarinnar er leikjabanki með leikjum og æfingum sem höfundur hefur tekið saman í tenglsum við ritgerðarefnið sem vonandi getur orðið þeim er lesa ritgerð þessa til nokkurs gagns og gamans.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. Lokaritgerð Margrét Erla Björgvinsdóttir.pdf982.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Margret Erla_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf145.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF