is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31470

Titill: 
  • Mat á raunhæfi starfsendurhæfingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hluti þeirra sem sækja um starfsendurhæfingu hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði eru sendir í mat í upphafi ferlis þar sem læknir metur hvort starfsendurhæfing sé raunhæf. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þennan hóp og kanna árangur þeirra sem metnir voru raunhæfir í starfsendurhæfingu. Skoðað var hve mörgum var boðin starfsendurhæfing eftir að hafa farið í mat á raunhæfi, hvort kyn, aldur og menntun hafi áhrif á hverjir voru metnir raunhæfir, hversu margir útskrifast og komast aftur út á vinnumarkaðinn. Einnig var kannað hvort mat umsækjenda á eigin starfsmöguleikum í upphafi starfsendurhæfingarferils spái fyrir um endurkomu til vinnu í lok ferils. Rannsóknin byggir á gögnum frá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Þátttakendur voru 7097 manns sem sóttu um starfsendurhæfingu, þar af var 1639 manns boðið að fara í mat á raunhæfi starfsendurhæfingar. Niðurstöður benda til þess að þeir sem eru yngri en 35 ára og/eða með háskólamenntun séu líklegri til að vera metnir raunhæfir í starfsendurhæfingu að mati loknu. Fólk sem hefur eingöngu lokið grunnskólaprófi og/eða eru eldri en 55 ára eru líklegri til að vera metnir óraunhæfir í starfsendurhæfingu. Niðurstöður benda einnig til þess að þeir sem eru yngri en 44 ára og hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi séu líklegri til að hætta við starfsendurhæfingu eftir að hafa byrjað, heldur en þeir sem eru með háskólamenntun. Niðurstöður sýna jafnframt að þeir sem voru með jákvætt mat á eigin starfsgetu í upphafi ferils voru líklegri til að fara aftur út á vinnumarkaðinn en þeir sem voru með neikvætt mat á eigin starfsgetu. Þá voru þeir sem höfðu trú á að þeir færu aftur út á vinnumarkaðinn í upphaf starfsendurhæfingar líklegri til að gera það.

Samþykkt: 
  • 4.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á raunhæfi starfsendurhæfingar.pdf1.65 MBLokaður til...25.10.2028HeildartextiPDF
Yfirlýsing_skemman.pdf1.51 MBLokaðurYfirlýsingPDF