Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31476
Þessi lokaritgerð er unnin til B.Ed. gráðu við kennaradeild menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um þá möguleika sem liggja í samþættri kennslu í stærðfræði- og tónmenntum með nemendum á yngsta stigi í grunnskólum. Þrátt fyrir að stærðfræði og tónlist séu ekki jafn tengd taugafræðilega og oft er haldið fram þá er ýmislegt sem mælir með því að greinarnar tvær séu leiddar saman í samþættri kennslu. Ýmis viðfangsefni stærðfræðinnar liggja betur fyrir nemendum sem hafa fengið kennslu í tónlist og tónlist getur haft margvísleg jákvæð áhrif á skilning nemenda. Við samþættingu námsgreina þarf að hafa í huga að hún sé báðum greinum til hagsbóta. Bæði stærðfræði og tónlist byggja á táknkerfum og tungumálum og mynstur og regluleiki er einkennandi fyrir báðar greinar. Sem dæmi um tengingu greinanna má nefna að almenn brot finnast víða í nótnaskrift. Í ritgerðinni eru settar fram nokkrar hugmyndir að leiðum til samþættrar kennslu greinanna með börnum á yngsta stigi í grunnskólum. Hægt er að fara í leiki með hljóð og mynstur og styðja þannig við stærðfræði- og tónlistarlegan orðaforða nemenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni- stærðfræði og tónmennt. sob24.pdf | 1.18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 189.35 kB | Lokaður | Yfirlýsing |