Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31478
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin inniheldur fræðileg skrif um þróun læsis og lestrarörðugleika. Sjónum er aðallega beint að skilgreina lesblindu sem er algengasti lestrarörðugleikinn. Farið er yfir helstu undirstöðuþætti lestrar á borð við hljóðkerfisvitund, tungumálakunnáttu, umskráningu, orðaforða, lesskilning og lesfimi. Þessir þættir eru forsenda fyrir að einstaklingur geti talist læs. Þeir sem eru lesblindir eða glíma við aðra lestrarörðugleika þurfa góða handleiðslu í fyrrnefndum þáttum. Tilgangur með þessu verkefni var að komast að rótinni, hvað það er sem er að valda lesblindu, helstu einkenni hennar og aðrar fylgiraskanir. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að auka skilning á lestrarörðugleikum barna og hvernig má styðja við þau börn sem glíma við þennan vanda. Til eru viðamiklar rannsóknir sem hafa leitt í ljós að með snemmtækri íhlutun og markvissri kennslu er hægt að sporna við síðari lestrar- og námsörðugleikum. Farið verður nánar í mikilvægi þess að greina börn snemma, helstu úrræði, bæði fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla sem og hvað foreldrar geta gert. Ritgerð þessi er unnin í þeirri von að þeir sem viðkoma börnum geti nýtt sér innihaldið og brugðist rétt við til að fyrirbyggja þær afdrifamiklu afleiðingar sem kunna að fylgja í kjölfarið ef ekkert er að gert.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman yfirlysing.pdf | 109,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaverkefni til B.Ed.prófs-Þróun læsis og Lestrarörðugleikar-Helstu einkenni og úræði .pdf | 335,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |