Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31479
Lokaverkefni þetta til B.Ed.-prófs í faggreinakennslu í grunnskóla við kennaradeild á Menntavísindasviði Háskóla Íslands fjallar um upplýsinga- og tæknimennt í grunnskólum á Íslandi og staðan skoðuð í tveimur grunnskólum. Markmiðið með rannsókninni sem hér er kynnt var að skoða hvernig aðbúnaður til að kenna upplýsinga- og tæknimennt væri, hvernig kennslu í greininni og stuðningi við hana væri háttað í tveimur grunnskólum á Norðurlandi og hvaða munur væri á skólunum tveimur í þessum efnum. Rannsóknin er byggð á heimsóknum í báða skólana og viðtölum við kennsluráðgjafa við annan skólann en skólastjóra og kennara við hinn. Einnig var horft til upplýsinga um skólana eins þær birtast á vefsetrum skólanna og í stefnuplöggum sveitarfélaga og skóla um þetta svið skólastarfsins. Helstu niðurstöður eru þær að töluverður munur er á því hvernig skólarnir kenna námsgreinina upplýsinga- og tæknimennt. Við annan skólann er upplýsinga- og tæknimennt sérstök námsgrein kennd öllum árgöngum skólann auk þess sem boðið er upp á forritun sem sérstakt viðfangsefni fyrir alla aldurshópa. Í báðum skólum er þó áhersla lögð á að tæknin eigi að vera þáttur í námi og kennslu í öllum námsgreinum og að tækið sé ekki aðalatriðið heldur hvernig það sé notað. Jafnframt er töluverður munur á skólunum tveimur hvað allan búnað og annan aðbúnað snertir. Annar skólinn er kominn töluvert lengra en hinn í því að innleiða spjaldtölvur, nýtir fjölbreyttari búnað og er með í fullu starfi öflugan kennsluráðgjafa í upplýsingatækni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed. ritgerd_SaeunnHelgaBjornsdottir.pdf | 4.45 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_lokaverkefni_Sæunn Helga Björnsdótir.pdf | 127.65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |