is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3148

Titill: 
  • Kennarastarfið og fagmennska : lærist ekki á einni nóttu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um fagmennsku og kennarastarfið. Gerð verður grein fyrir hugmyndafræðilegri umræðu um fagstéttir, hvað felst í þessari umræðu og hvernig hún hefur þróast í gegnum tíðina. Athyglinni er beint að kennaranum og kennarastarfinu, en með aukinni menntun þjóða hefur orðið æ erfiðara að greina faglærða frá þeim ófaglærðu. Það er því áhugavert að skoða hvernig kennurum gengur að aðlaga sig að fræðilegu hugtaki fagmennskunnar. Kennarastéttin hefur á seinustu árum náð meiri tengingu við fagmennsku eftir að kenningar um hinn íhugula fagmann komu fram, en þær byggja meðal annars á samstarfi við skjólstæðinginn og gagnrýnni hugsun. Í okkar samfélagi byggist fagleg virðing upp á menntun og því meira sem fólk menntar sig því meiri fagmenn virðast það vera í augum almennings. Þetta hefur samt ekki orðið raunin hjá kennarastéttinni þar sem menntun kennara virðist ekki vera metin sömu verðleikum og stéttir með sambærilega menntun. Fólk virðist frekar telja að kennarar búa yfir reynsluþekkingu en þekkingu á fræðilegum grunni. Engu að síður þá eru kennaranemar í þrjú ár að móta traustan grunn og faglega sýn á það starf sem þeir eru að fara takast á við. Í sumum tilvikum virðist námið þó ekki veita nægilega sterkan grunn fyrir nýútskrifaða kennara, því sýn þeirra verður oft undir í baráttunni við fastmótaðar stefnur skólanna sem margir hverjir eru mjög íhaldssamir. Kennarar vilja gjarnan líkja sér við aðrar fagstéttir og er ein leiðin til þess að gera það að framkvæma mat. Kennara hafa hinsvegar ekki verið viljugir til þess að setja sér gæðaviðmið eins og læknar og lögfræðingar gera og með því eru kennarar ef til vill að viðurkenna að fagmennska þeirra sé ekki sú sama og hjá öðrum fagstéttum. Því eru auknar líkur á að kennarar styrkist sem fagmenn eftir því sem þeir eru gerðir ábyrgari fyrir eigin starfi með því að meta það sem þeir gera.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennarastarfið og fagmennska- lærist ekki á einni nóttu.pdf489.31 kBLokaður"Kennarastarfið og fagmennska - Lærist ekki á einni nóttu"- heildPDF