Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31482
Markmið þessa lokaverkefnis er að fá betri sýn á þátttöku, aðgengi og staðsetningu tómstunda fyrir börn í Hrísey. Farið er yfir tómstundir og frítímann í fræðilegu samhengi sem og þörfina á tómstundamenntun og þætti sem gætu hindrað þátttöku í tómstundum. Stuðst var við megindlega rannsóknaraðferð og fengu foreldrar barna í leik- og grunnskólanum í Hrísey senda spurningalistakönnun. Niðurstöður kannanarinnar eru skref í átt að markmiði lokaverkefnisins. Þær sýndu að 60% foreldra eru mjög ósammála og 30% eru ósammála því að íþrótta- og tómstundastarf sé aðgengilegt börnum sem búsett eru í Hrísey. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að 70% foreldra eru mjög ósammála því að íþrótta- og tómstundastarf barna í Hrísey sé til fyrirmyndar. Niðurstöður rannsóknarinnar veita innsýn í það starf sem fram fer í Hrísey og gefa þær greinilega til kynna að starf sem er nú þegar til staðar sé ábótavant. Niðurstöðurnar eru vonandi gagnlegar fyrir sveitarfélagið og hvatning til úrbóta.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Tómstundir barna í Hrísey.pdf | 905,42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| yfirlýsing-Agla Brá.pdf | 192,86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |