Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31485
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að vekja athygli foreldra og annarra forsjáraðila á mikilvægi þess að gefa börnum sínum tíma og mynda tengsl við þau. Einnig verður fjallað um mikilvægi þess að gefa því gaum hvaða afleiðingar og áhrif tengslamyndun og uppeldishættir foreldra hafa á börn. Þau tengsl sem börn mynda við foreldra sína leggja grunn að framtíð barnanna og hafa áhrif á þroska og velferð þeirra. Tengslamyndunarkenningar verða kynntar ásamt uppeldisháttum sem reynst hafa hvað best við uppeldi barna. Leitast er eftir því að svara spurningunum: Hvers vegna er mikilvægt að mynda góð og jákvæð tengsl við barn sitt? Hvaða uppeldisaðferðir nýtast best í þessu samhengi? Niðurstöður benda allar til þess að þau börn sem mynda traust tengsl í barnæsku við foreldra sína verði tilfinningalega stöðugri og jákvæðari á fullorðinsárum sínum. Það er von mín að afrakstur þessarar ritgerðar muni hafa áhrif á foreldra og aðra uppalendur og þeir sjái mikilvægi þess að njóta líðandi stundar með börnum sínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak.pdf | 513.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing undirrituð.pdf | 175.24 kB | Lokaður | Yfirlýsing |