is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31486

Titill: 
  • Ég vil geta hlaupið hratt eins og Aría : greinargerð um barnabók : næringarfræði fyrir börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið samanstendur af greinargerð og barnabók fyrir börn á aldrinum 3–6 ára sem er í raun námsbók í næringarfræði. Námsbókin hentar bæði foreldrum, leikskólakennurum og börnum. Meginmarkmið með bókinni er að auka áhuga barna á næringu og þannig stuðla að almennu heilbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að með hollri fæðu sé hægt að minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Næring er einnig nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og til að viðhalda eðlilegri líkamsþyngd. Offita barna verður æ algengara vandamál um heim allan. Offita getur haft skaðleg áhrif og því nauðsynlegt að bregðast snemma við vandanum. Matarvenjur barna leggja grunninn að fæðuvali síðar á lífsleiðinni. Stór hluti (96%) allra 3– 5 ára barna borða að lágmarki 3–4 máltíðir á dag í leikskóla. Að því sögðu er sérlega mikilvægt að leikskólakennarar séu góðar fyrirmyndir á matmálstímum og leggi áherslu á holla næringu barna.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Anna_Mekkín.pdf990.79 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Bók.pdf221.55 MBLokaður til...08.05.2021bókPDF
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf179.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF